Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 29
19
byggðar.
Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að þeir aðilar, sem gegna hlutverki við þróun
atvinnulífs og málefni landsbyggðarinnar, eru mjög opnir og jákvæðir gagnvart samstarfi um
fræðslu og upplýsingar sem að gagni geta orðið við atvinnumálefni sveitanna. Það samstarf
hefur aftur á móti verið tilviljanakennt og er þörf á að fella það í fastara form og þar hafa
búnaðarsamböndin mikilvægu hlutverki að gegna.
Ráðgjöf og fyrirgreiðsla
Enn eitt lykilatriði í starfslýsingu þessa verkefnis leggur áherslu á ráðgjöf og fyrirgreiðslu,
"skapa skilyrði fyrir raunhæfa ákvarðanatöku áður en ráðist er í framkvæmdir".
Hvað þetta áhersluatriði varðar má vísa til þess sem fyrr segir um þann fjölda fólks sem
leitað hefur til verkefnisins og hins vegar þá sem hafa í raun verið að vinna að ákveðnum,
áþreifanlegum verkefnum og hafa m.a. leitað til Smáverkefnasjóðs og Framleiðnisjóðs. í
flestum tilvikum er þar um að ræða fólk sem hefur þegar reynslu af því viðfangsefni sem það
hugsar sér að útvíkka til frekari tekjuöflunar og atvinnusköpunar. Það er undantekning að
óskað sé sérstakra útreikninga á rekstrarlegum forsendum eða aðstoðar við markaðssetningu,
fremur er leitað almennra upplýsinga um gildi hugmyndar, hvaða möguleika hún hafi að mati
atvinnumálafulltrúans, hvar hliðstæð starfsemi sé rekin, hvemig hún gangi, hvort samstarf
eða samráð sé á viðkomandi vettvangi og hver sé framtíðarsýn í viðkomandi grein.
Á þessu fyrsta stigi eru spumingamar almenns eðlis, oft er verið að leita "móralsks"
stuðnings við hugmyndina.
Mikilvægt er að dæma ekki hugmyndir fyrirftam óffamkvæmanlegar eða vonlausar heldur
að upplýsa sem best um megin þætti og sýna hæfilega bjartsýni. Það er gjaman svo að
hugmyndir þeirra sem em hógværir og hikandi era oft meira virði og líklegri til árangurs en
hinna sem sumir virðast hafa allt á hreinu en byggja f raun áform sín á óskhyggju og
ótraustum gmnni.
í vöxt fer að haft er samráð við staðbundna ráðgjafa og leitað frekari upplýsinga og álits
um einstök viðfangsefni, gmndvöll þeirra og líkur á árangri og álit þeirra haft til hliðsjónar
við úthlutun úr Smáverkefnasjóði.
Það er ljóst að aðeins hluti þeirra sem em að fást við eða huga að atvinnustarfsemi,
ffamleiðslu eða þjónustu í einhverri myndi, leita til atvinnuráðgjafa, heldur hrinda sínum
áformum í framkvæmd og ná oft árangri. Það er einnig ljóst að víða má fá ráðgjöf og hún er
veitt endurgjaldslaust sem þjónusta af atvinnu- og iðnþróunarverkefnunum svo og
leiðbeiningaþjónustu landbúnaðarins.