Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 31
21
kunnáttugrundvöll sem atvinnulífið hvílir á. Ef menn hafa þá kunnáttu til að bera, er
allt fengið. En skorti hana, þá skortir allt. Sagan sýnir þetta. Það er þessi þekking,
sem fært hefir flestum þjóðum velgengni bæði fyrr á tímum og í samtíð vorri". 1)
Landbúnaðurinn þarf að mínu mati að taka þann þátt fræðslumála, sem þessi kafli fjallar
um, fastari tökum. Þar hafa búnaðarsamböndin og ráðunautar þeirra lykilhlutverki að gegna.
Niðurstaða
í samræmi við það sem fyrr segir í erindi þessu eru meginatriði sem vinna þarf skipulega
að þessi:
* Hugarfarsbreyting. Stuðla þarf að umræðu og upplýsingu um atvinnulíf í
sveitum. Vekja þarf athygli á jákvæðri viðleitni og framtaki sem skilað hefur árangri í
sdjálbýli.
* Samstarf. Efla þarf samstarf fólks í stijálbýli innbyrðis um atvinnumálefni þess og
þá mörgu þætti sem þar skipta máli. Einnig að leggja áherslu á samstarf við aðra
aðila sem að atvinnuþróun vinna.
* Ráðgjöf og fyrirgreiðsla. Bændasamtökin þurfa að leggja enn frekar áherslu á
hvers konar ráðgjöf sem miðar að betri afkomu bændafólks og nú ekki síst á sviði
atvinnunýsköpunar. Um þann þátt atvinnustarfseminnar þarf leiðbeiningaþjónustan
að geta veitt ráðgjöf. Þau skilyrði þarf að búa henni nú þegar.
* Fræðsla og upplýsingar. Vekja þarf athygli á mikilvægi fræðslu- og
upplýsingaöflunar. Hvetja þarf til fræðslustarfs í sveitum eftir því sem aðstæður
leyfa og upplýsa þarf vel um það fræðsluframboð sem í boði er. Athuga þarf frekara
hlutverk bændaskólanna í þessu sambandi í framkvæmd og skipulagi sem og skyldur
og frumkvæði búnaðarsambandanna við þennan þátt í atvinnuþróun í sveitum.
SMÁVERKEFNASJÓÐUR
í tengslum við verkefni atvinnumálafulltrúa Stéttarsambandsins var stofnaður svokallaður
Smáverkefnasjóður, með framlagi úr Framleiðnisjóði, sem hefur það hlutverk eins og segir í
reglum hans, "...að styrkja verkefni eða þróun verkefna, sem ekki falla undir verkefni
Framleiðnisjóðs samkvæmt ffamlögum til búháttabreytinga eða til atvinnurekstrar, en stuðlað
geta að atvinnusköpun og atvinnuþróun í stijálbýli".
Eins og heiti sjóðsins ber með sér er honum ætlað að styrkja með framlögum smærri
verkefni sem geta stuðlað að atvinnusköpun og atvinnuþróun í sveitum og stijálbýli.
Hámarksstyrkir em 300 þúsund krónur.
1) Um viðreisn íslands, Öm og Örlygur 1985 bls. 150.