Ráðunautafundur - 15.02.1992, Side 35
25
hefur vaxið mjög hratt síðustu áratugina og kanski hvað hraðast nú síðasta áratuginn eða frá
1980-1990. Vegna stöðu Stór-Reykjavíkursvæðisins, sem þjónustumiðstöð alls landsins, hefur
fjölgun í þjónustgreinum líka orðið mest einmitt þar, og er það ein aðalskýringin á hvað illa
hefur tekist til við, að snúa þróuninni tilbaka.
Önnur skýring á þessari þróun er líka sú, að sveitimar hafa þróast frá heimanytja-
búskap í mjög tæknivæddan búskap, og þess hefur ekki verið gætt sem skyldi að halda í
gamlar hefðir og gömul vinnubrögð, sem þróaðst hafa með þjóðinni og sem gætu verið
tekjuöflun fyrir sveitimar í dag hefði þeim verið viðhaldið. Stjómvöld hafa líka gripið inn í
þessa þróun með setningu laga og reglugerða sem beinlínis hafa ýtt undir þá þróun að flytja
atvinnuna frá einstökum býlum til þéttbýlisstaða.
Minnumst þess að allt byijar í höfðinu og það kemur ekkert í staðinn fyrir hugsunina.
Við þurfum að endurmeta stöðu okkar með tilliti til þeirra aðferða, sem í gangi em til að hafa
áhrif á nýsköpun atvinnurækifæra. Fyrst af öllu verður að viðurkenna þær staðreyndir, sem
við okkur blasa. Við þurfum að skilgreina sjálft vandamálið á raunsannan hátt. Síðan að gera
okkur grein fyrir þeim möguleikum sem em í stöðinni og finna síðan bestu lausnimar og
koma þeim í framkvæmd. Stöðnun er afturför og breytingar em grundvöllur allra framfara.
Byggðarlag, sem um næstu aldamót mun búa við blómlegt atvinnuh'f, htur allt öðm vísi út,
en það gerði árið 1960.
í víðumst skilningi er fyrirtækjasköpun skilgreind sem hæfileiki til að skapa meiri
verðmæti úr minni verðmætum. Þessi breyting er kjaminn í nýsköpun atvinntækifæra. Það
sem þarf til áður en hafist er handa um stofnun nýrra fyrirtækja, er að fara vel yfir hvemig
á að reka fyrirtækið. Hvemig á að stjóma því, hvemig markaðurinn er, hvemig sjálf
framleiðslan kemur til með að verða og síðan ekki síst hvemig á að fjármagna fyrirtækið.
Við höfum þrjú lykilorð fyrir efnahagslegri samfélagsþróun:
1. Fólk,- það er stöðug þörf fyrir nýtt fólk. Fólk með nýjar hugmyndir í atvinnumálum.
Fólk sem hugsar.
2. Vandamál,- þau tilheyra fólkinu og viljinn til að leysa þessi vandamál, finna á þeim
lausnir liggja líka hjá fólkinu. Það sem við þurfum að gera er ekki að breyta hlutum,
heldur því hvemig fólkið hugsar.
3. Lausnir,- felast í stjómuninni, hópvinnu og nýsköpun.
Fimm meginskilyrði fyrir nýsköpun felast í :
1. Stjómun.