Ráðunautafundur - 15.02.1992, Qupperneq 36
26
2. Stjómun.
3. Stjómun.
4. Vömnni.
5. Markaðinum.
Þetta undirstrikar kanski betur enn margt annað að ef stjómunin er ekki í lagi þá ganga
hlutimir alls ekki .
Soichiro Honda, sem andaðist 5. ágúst 1991, sagði eitt sinn að þeir uppfinningamenn
og listamenn, sem ekki hefðu kjark og þor til að hafna viðteknum hugmyndum, gætu ekki
vænst þess að ná góðum árangri. John J. Kao frá Harvard verslunskólanum bendir á í
nýútkominni bók sinni, sem nefnist The Entrepreneurial Organisation (Frumkvæðisstofnunin),
að frumkvæði sé alls óskylt markaðssetningu. I fáum orðum, er frumkvæði það ferli að griþa
tækifærið og hrinda því í framkvæmd. Það hefst oft með hugsýn eða hugmynd að framleiðslu
eða aðferð í tengslum við ástríðufulla löngun eða takmark um að hrinda hugmyndinni í
framkvæmd. Já.... frumkvæði snýst raunverulega sfður um tæknilega hæfileika, heldur um fólk
og áhugamál þess. Vel heppnað ffumkvæði er strit og aftur strit, við aðstæður, sem enginn
getur gert sér í hugarlund. Frumkvæði krefst bæði útsjónarsemi og heppni en því fylgir
ófrávíkjanlega möguleikinn um mistök. Ný fyrirtæki líkjast að nokkuru leyti spilavíti, þar sem
menn hætta upphæðum um von um vinning.
A sama hátt og Honda setti traust sitt á unga tæknimenn, vita slyngir frumkvöðlar að
grundvallaratriði í öllu frumkvæði er fólk og aftur fólk. Kjaminn í öllu frumkvæði er sá, að
frumkvæði segir venjulega frá mjög ákveðnu fólki. Fólki sem skapar sér eigin aðstæður, sína
eigin möguleika og sigra.
Það er sagt að fólk, sem yfirleitt tekur enga áhættu geri að jafnaði tvö stór mistök
árlega og að fólk sem yfírleitt tekur áhættu geri tvö stór mistök árlega. Það getur stundum
verið áhætta að taka ekki áhættu. Þetta mætti heimfæra á okkur fslendinga í dag, því ef við
tökum ekki áhættu í byggðarmálum getum við verið að taka áhættu, sem mun hafa neikvæð
áhrif á búsetu fólksins í framtíðinni. Við skulum vera minnug þess, að ekkert samfélag, engin
viðskipti geta þrifist nú á tímum án þess að tekin sé áhætta.
f dag er það forsenda þess að lifa af, að aðhyllast breytingar,uppnám, jafnvel
ringulreið, og þetta er höfuðforsenda fyrir velgengni. Það sem hindrar fólk í að taka áhættu
er ótti...ótti við mistök, ótti við höfnun, ótti við árekstra, ótti við óvissuna, ótti við að missa
yfirtökin, völd og álit.