Ráðunautafundur - 15.02.1992, Qupperneq 37
27
Andúð á áhættu kann að verða mesti höfuðverkurinn í tilraunum okkar til að hvetja
til frumkvæðis í byggðar- og landbúnaðarmálum.
Samtenging og samvinna er mikilvægt tæki til að treysta grunn nýrra möguleika til
atvinnusköpunar. Samvinna er vinnutilhögun, sem hjálpar einstökum frumkvöðlum og litlum
fyrirtækjum að bijótast út úr þeirri einangrun, sem einmitt þessir aðilar standa oftast frammi
fyrir, þegar þeir era að stíga sín fyrstu skref ffam á veginn.
Án samvinnunnar tapast margar lífvænlegar hugmyndir vegna þess, að þeir sem koma
nýir inn sem atvinnurekendur, eiga oftast í erfiðileikum með að komast í samband við þá sem
þegar era fyrir á markaðnum, og þess vegna eiga þeir í erfiðleikum við að marlaðsetja
frameliðslu sína og einnig við að kaupa inn vélar og hráefni, sem framleiðslan þarfnast. Eins
vantar þá ráðgjöf til að leysa þau vandamál, sem koma upp á hveijum tíma.
Hugmyndin um riddarann einamann, "the lonly rider," sem ffumkvöðul - í stfl Jóns
Væna - er oftast of hægfara og ekki mjög áhrifarík. Góðar hugmyndir gætu orðið of gamlar
áður en búið er skjóta alla óvinina. Byrjunin gæti tekið of langan tíma, ef ein manneskja þarf
að leysa öll vandamálin. Kjaminn í samvinnuhugmyndinni er að fyrirtækin á hverju svæði,
sem getur verið hvort sem heldur er eitt hérað, landsfjórðungur eða allt landið, vinni saman
við að þróa sameiginlegar hugmyndir og hagsmuni varðandi viðskipti, framleiðslu og stjómun.
Samvinna mjög lítilla fyrirtækja gæti verið í að safna saman framleiðslunni til að selja stóram
kaupendum, gera sameiginleg innkaup, sameinast um leiðir til lausnar vandamálum sem upp
koma í rekstrinum og vinna sameiginlega að þróunarverkefnum.
Samvinna, eins og dæmin sanna, er annað hvort mynduð með formlegum eða
óformlegum hætti. Reynslan sýnir okkur að í flestum tilfellum verður þessi samvinna að vera
styrkt með einhveijum hætti af pólitískri stefnumótun. Annað hvort á héraða- eða
svæðisgrunni eða landsgrandvelli, og kostuð af opinberam aðilum eða einkaframtaki.
Ef við lítum á byggðarþróunina með þröng byggðarhagsmunarsjónarmið í huga, þá
hljótum við að viðurkenna þá staðreynd, að okkur hefur ekki tekist nægilega vel. Með þessu
er ég ekki að segja að margt hafi ekki verið vel unnið og af góðum ásetningi. Ég tel að við
höfum of lengi beðið með að tileinka okkar vinnubrögð þeirra, sem lengra era komnir í að
þróa aðferðarfræðina sjálfa og við höfum beðið of lengi með að tengja saman þá aðila sem
eiga hagsmuna að gæta og eiga allt sitt undir að vel takist til. Samtenginguna og samvinnuna
vantar.
Það þarf að tengja saman öll þau félagasamtök, sem hafa þau markmið að vinna að
eflingu atvinnulífsins. Við þurfum að tengja skólakerfið þessum samtökum. Kenna aðferðar-