Ráðunautafundur - 15.02.1992, Síða 43
33
sparifjármarkaði þar sem áhættan er lítil sem engin. Það er því ekki óeðlilegt að fjárfestinn
geri hærri ávöxtunarkröfu á það fé sem hann bindur í fjárfestingunni þegar aukin áhætta er
höfð í huga. í raun er það viðurkennd vinnuregla að eftir því sem áhættan er meiri því hærri
arðsemiskröfu á að gera til fjárfestingarinnar.
Það er því ljóst að það er ekki til nein ein rétt arðsemiskrafa sem gildir um allar
fjárfestíngar, heldur verður að taka mið af aðstæðum hverju sinni. Skoðum eftirfarandi dæmi:
DÆMI 1: Maður nokkur sem við getum kallað Jón hyggst ráðast í fjárfestingu fyrir
tiltekna fjárupphæð. Hann hefur gert langtímasamning við fjársterka aðila um leigu á
fjárfestingunni. Allur rekstur er mjög einfaldur og áhætta er í lágmarki. Jón fær lán
hjá opinberum sjóði fyrir 60% af stofnfjárupphæðinni á 5% vöxtum. Restina 40%
ætlar hann að fjármagna sjálfur og selur til þess ríkisskuldabréf sem hann á. Ríkis-
skuldabréfin bera 8% vextí. Við mælum með að Jón geri kröfu um minnst 10%
ávöxtun á eigið fé. Því þó svo að fjárfestingunni fylgi lítil áhætta, þá hlýtur áhættu-
samanburður við ríkiskuldabréfin að verða fjárfestingunni í óhag. í heildina verður
fjárfestingin því að standa, að lágmarki, undir kröfum um 7% arðsemi (0,6 * 0,05 +
0,4 * 0,1 = 0,07).
DÆMI 2: Bróðir Jóns, Sverrir er einnig í fjárfestingahugleiðingum. Hann hyggst
leggja af búskap og koma á fót litlu framleiðslufyrirtæki á jörðinni. Um er að ræða
nokkuð sérhæft og flókið framleiðsluferli á vöru sem er nánast óþekkt á markaðinum.
Áhættan er því veruleg. Sverrir er búinn að tryggja sér bankalán fyrir 50% af stofn-
kostnaðinum og með því að selja allan bústofnin og eitthvað af landbúnaðarvélum sér
hann fram á að geta fjármagnað restina sjálfur. Lánið ber 8% vexti. Þegar haft er huga
að Sverrir er að fóma ýmsum öðmm ávöxtunarmöguleikum, t.d. kaupum á ríkis-
skuldabréfum og sú mikla áhætta sem fylgir fjárfestingunni, teljum við að hann verði
allavega að gera kröfu um 15 - 20% ávöxtun á eigið fé. Miðað við að gerð sé 18%
ávöxtunarkrafa á eigið fé verður fjárfestingin í heildina að standa undir 13% arðsemi
að lágmarki (0,5 * 0,08 + 0,5 * 0,18 = 0,13).
3. Útreikningar
Skoðum nú dæmið um Jón aftur í heild sinni og beitum núvirðisaðferðinni til að meta
vænleika fjárfestingarinnar. Stofnkostnaðurinn er 1.000.000 kr. Jón hefur metið að fjárfest-