Ráðunautafundur - 15.02.1992, Side 63
53
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1992
G A T T-viðræðurnar
Sigurgeir Þorgeirsson
landbúnaðarráðuneytinu
INNGANGUR
Yfirstandandi GATT-viðræður um aukið frelsi í alþjóðaviðskiptum hófust í Uruguay haustið
1986 og eru kenndar við það land. Á ráðunautafundi 1991 gerði Guðmundur Sigþórsson
grein fyrir aðdraganda þessarar samningalotu og stöðu samninganna um landbúnað og
viðskipti með búvörur, eins og hún var þegar viðræðumar strönduðu í Brússel í desember
1990. Þá rakti hann tilboð það sem íslendingar lögðu ffam í viðræðunum í nóvember 1990.
Ekki er ástæða til að endurtaka þessi atriði hér, heldur vísa til erindis Guðmundar.
Viðræðumar vom teknar upp að nýju á árinu 1991 en ekki komst verulegur skriður
á þær fyrr en á haustmánuðum. Þann 21. nóvember lagði Arthur Dunkel, framkvæmdastjóri
GATT og formaður samninganefndar um landbúnaðarmál, fram "vinnuskjal", þar sem stefnan
var mörkuð, án þess þó að nokkrar stærðir eða tímasetningar væm skilgreindar.
Það var svo 21. desember s.l., sem sami Dunkel lagði fram þau samningsdrög, sem
síðan hafa verið til umfjöllunar. Hér á eftir verða rakin í stómm dráttum helstu atriði
landbúnaðarkaflans, einkum þau sem mest varða hagsmuni íslensks landbúnaðar.
í inngangi samningsdraganna er skilgreint það langtímamarkmið, að koma á
sanngjömu, markaðssinnuðu viðskiptakerfi fyrir búvömr. Draga skuli úr stuðningi og vernd
við landbúnað og draga úr hvers konar hindmnum í heimsverslun með búvömr. Gæta skuli
jafnræðis með aðildarþjóðunum og taka tillit til fleiri sjónarmiða en viðskiptalegra, s.s.
fæðuöryggis, umhverfisvemdar og sérstöðu þróunarríkja.
Landbúnaðarkaflanum má skipta í fjögur meginsvið, heilbrigðisreglur, þ.e. um
viðskiptahindranir til vamar heilsu manna, dýra og plantna, markaðsaðgang, innanlands-
stuðning við landbúnað og stuðning við útflutning.
HEILBRIGÐISREGLUR
Markmið heilbrigðisreglna í GATT-samningi er annars vegar að tryggja aðildarríkjunum rétt
til að verjast innflutningi óheilnæmra landbúnaðarafurða eða afurða sem borið geta