Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 65
55
e) Sérstakir vamaglar.
Þá er kafli um sérstaka vamagla (e), sem ríki mega grípa til, ef innflutningur fer úr
böndunum eða verð á heimsmarkaði fellur, svo að valdið geti verulegri röskun.
a) Tollar í stað hafta
Það er grundvallarbreyting frá gildandi GATT-reglum, að hvers konar innflutningshindranir
og takmarkanir verða bannaðar, aðrar en þær sem byggjast á viðurkenndum sjúkdómavömum.
í stað magntakmarkana á innflutningi á að koma vemdartollur sem jafnar verð innfluttrar vöm
og þeirrar innlendu. Tollurinn reiknast sem mismunur á c.i.f.-verði innfluttu vömnnar og
heildsöluverði innlendu vömnnar, annað hvort sem beinn mismunur í krónum eða sem
hlutfallstala. Tollurinn miðast við verðmismun á ámnum 1986-88 og helst síðan óbreyttur,
óháð verðbreytingum heima fyrir eða á heimsmarkaði. Þannig er hann ekki sambærilegur við
breytileg verðjöfnunargjöld, sem jafna verðmismun á hveijum túma. Hvort þetta felur í sér
meiri eða minni vemd fyrir innlenda framleiðslu, veltur á verðþróun innanlands og utan.
Þánnig rrúnnkar vemdin, ef erlenda varan lækkar í verði miðað við þá innlendu og öfugt.
Sveiflur á markaðsverði koma beint ffam í innflutningsverði, og því draga t.d. undirboð á
heimsmarkaði úr vemd tollsins.
Vemdartollurinn reiknast að öllu jöfnu í gjaldmiðli innfutningslands, og ekki er að
finna ákvæði um leiðréttingu vegna verðlagsþróunar. Orðalag samningsdraganna útilokar þó
ekki, að tollinn megi reikna í erlendri mynt, sem fæli í sér gengistryggingu. Þetta er ekki
fullljóst, en sé tollurinn reiknaður sem hlutfall, fremur en beinn mismunur, þá felur það í sér
sambærilega gengistryggingu. Hins vegar leiðir af þeirri aðferð, að allar breytingar á verði
erlendu vömnnar koma að fullu fram í söluverði hennar hér, en "beina" aðferðin mundi draga
hlutfallslega úr slíkum verðbreytingum.
b) Lcekkun og binding tolla
Á samningstímanum, 1993-1999, skal lækka tolla á innfluttum landbúnaðarafurðum um 36%
að meðaltali og að lágmarki um 15%. Um er að ræða einfalt (óvegið) meðaltal allra
tollflokka, óháð því hversu mikið er eða verður flutt inn í hverjum flokki.
Fyrir þær vömr, sem innflutningur er ffjáls á, miðast lækkunin við þann toll sem í
gildi var 1. september 1986 eða við GATT-tollbindingu, þar sem hún er til staðar. Fyrir
búvörur, sem nú lúta innflutningstakmörkunum, snýr lækkunarkrafan að verndartollunum sem