Ráðunautafundur - 15.02.1992, Qupperneq 66
56
á verða lagðir og miðast við verðmismun á árunum 1986-88.
í þessu sambandi skiptir máli, að krafan um lækkun tolla snýr jafnt að þeim búvömm,
sem nú eru frjálsar í innflutningi og íslendingar framleiða ekki, s.s. sykur, komvömr, ávextir
o.fl., og hefðbundnum íslenskum búvörum. Svo háttar til, að á árinu 1988 vom tollar
lækkaðir mikið á ýmsum innfluttum búvömm og í mörgum tilfellum felldir niður. Þessar
miklu tollalækkanir telja í 36% meðaltalinu, og af því leiðir að fyrir hendi er svigrúm til
lágmarkslækkunar, þ.e. 15%, fyrir marga vöraflokka sem keppa við innlenda framleiðslu.
Þegar þetta er ritað, liggur ekki fyrir hve þetta svigrúm er mikið.
c) Lágmarksaðgangur
Samhliða því að innfutningstakmarkanir verða af lagðar og vemdartollur tekinn upp í staðinn,
skal veita lágmarkskaðgang að markaði sem svarar í upphafi til 3% af innanlandsneyslu hvers
vöruflokks, er aukist í 5% á samningstímanum. Innflutningur á þessu magni skal leyfður á
"lágum eða lágmarkstollum", án þess að þau hugtök séu nánar skilgreind í samnings-
drögunum. Úthluta skal kvótum fyrir þessum innflutningi. Þessa kröfu þarf aðeins að uppfylla
fyrir vörar, sem nú em lítið eða ekki fluttar inn, þ.e. minna en 3-5% af heildameyslu.
Um framkvæmdina á þessu ákvæði er margt óljóst, 't.d. hvemig standa skuli að
úthlutun tollkvótanna og hversu háir tollamir mega vera. Víst er þó, að krafan stendur til þess,
að verð á þessu takmarkaða magni verði það mikið lægra en á vömm sem bera verndartollinn,
að innflutningur sé nokkuð tryggur. Krafan um lágmarksaðganginn er einmitt tilkomin vegna
þess að mörg aðildarrikin (helstu útflutningslöndin) treysta því ekki, að umbreyting hafta í
verndartolla nægi til að auka heimsverslun og leggja því áherslu á að ijúfa glufur í tollmúrana.
Að því er útreikning vemdartolla, lágmarksaðgang og reyndar allt það sem
markaðsaðgang varðar, skiptir máli hvemig vömflokkar verða skilgreindir. Gert er ráð fyrir,
að um vemdartolla og lágmarksaðgang skuli yfirleitt miða við fjögurra stafa tollskrárflokkun,
en þar sem betur eigi við, t.d. varðandi ávexti og grænmeti, megi byggja á sex-stafa flokkun
eða jafnvel nánari sundurliðun. Fjögurra stafa flokkun þýðir td. hvað mjólkurvöur varðar, að
neyslumjólk er í einum flokki, mjólkurduft í öðmm, júgúrt o.fl. í þeim þriðja, smjör í þeim
fjórða og ostar í þeim fimmta. Fyrir hvem þennan tollflokk yrði að veita 3-5%
lágmarksaðgang. Almennt er ekki reiknað með að innflutningur á neyslumjólk muni ekki
koma til, sem þýðir þá, vegna þessarar flokkunar, að lágmarksinnflutningurinn yrði 3-5% af
unnum mjólkurvömm en ekki af heildameyslu mjólkurafurða.