Ráðunautafundur - 15.02.1992, Blaðsíða 67
57
d) Viðhald núverandi aðgangs
Eitt ákvæði Dunkelsdraganna lýtur að því að viðhalda skuli ekki lakari skilyrðum til
innflutnings en giltu á árunum 1986-88. Hvað íslendinga varðar snýr þessi krafa fyrst og
fremst að innflutningi grænmetis, garðávaxta og blóma. Þessar afurðir eru háðar
innflutningsleyfum, sem annað hvort eru veitt ótakmörkuð á vissum árstímum eða í formi
magnkvóta. Krafan gengur út á það, að innflutningsleyfi verði áfram veitt í a.m.k. jafnlangan
tíma eða fyrir eins miklu magni og ekki með hærri tolli en var á viðmiðunartímanum. Á
innflutning utan þess tíma eða umfram það magn mætti síðan leggja fullan vemdartoll.
e) Sérstakir varnaglar
Samningsdrögin gera ráð fyrir, að ríki geti gripið til sórstakra öryggisráðstafana, ef
innflutningur fer úr böndunum eða þær aðstæður skapast á heimsmarkaði að hætta sé á að svo
verði. Ákvæði þessi eru tvenns konar:
Fari innflutningur meira en 25% fram úr meðalinnflutningi síðustu þriggja ára eða
lágmarksaðgangi, hvort markið sem er hærra, má hækka tollinn um allt að 30% frá
reglulegum tolli á viðkomandi ári. Þessi hækkun má aðeins gilda til næstu áramóta.
Lækki innflutningsverð (c.i.f.) niður fyrir meðalverð áranna 1986-88, má mæta þeirri
lækkun að hluta með hækkun tolla skv. nánari reglum.
Hvorug þessara greina veitir teljandi vemd til frambúðar, ef á þær reynir á annað borð.
Sú fyrri getur tafið fyrir þróun ört vaxandi innflutnings, en hin síðari kveður á um svo
takmarkaða tollahækkun, að í henni er ekkert hald.
INNANLANDSSTUÐNINGUR
Innanlandsstuðning á að skilgreina sem s.k. "samtalinn stuðning" (Aggregate measure of
support). Þetta er annars vegar sá stuðningur sem felst í innflutningsvemd, þ.e. mismunur á
heimsmarkaðsverði og verði á heimamarkaði, og hins vegar opinber stuðningur heimafyrir.
Stuðningnum er skipt í tvo flokka. Annars vegar er sá stuðningur, sem hefur áhrif á
markaðsverð vömnnar, s.s. niðurgreiðslur á vöruverði og beinar greiðslur til bænda, sem hafa
sömu áhrif. Slíkar greiðslur á að lækka í jöfnum áföngum um 20% á ámnum 1993-99 miðað
við meðalstuðning áranna 1986-88. Þær ganga undir heitinu "gular greiðslur".
Hins vegar em s.k. "grænar greiðslur", þ.e. stuðningur sem hefur lítil eða engin
markaðstmflandi áhrif og skal m.a. uppfylla eftirtalin tvö skilyrði: