Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 68
58
að hann sé opinber stuðningur skv. fjárlögum og
veiti framleiðendum ekld verðstuðning.
Stuðningur sem flokkast "grænn" og uppfyllir þessi skilyrði er undanþeginn
lækkunarkröfum. Hér á eftir fer útdráttiu- úr kaflanum um grænar greiðslur í lauslegri þýðingu.
OPINBER Þ.TÓNUSTA (Governm. Service Programmes)
a) Almenn þjónusta við dreifbyli og Iandbúnað.
Utgjöld til eflingar landbúnaði og dreifbýli - Slík aðstoð má ekki vera í formi
greiðslna til einstakra framleiðenda eða vinnsluaðila.
Leyfilegur stuðningur er m.a.:
Rannsóknir, almennar og eins í sambandi við umhverfisáætlanir og verkefni
sem tengjast sérstökum afurðum.
Sjúkdómavamir.
Þjálfun, bæði almenn og á sérsviðum.
Leiðbeiningaþjónusta.
Eftirlit er varðar heilbrigði, öryggi, flokkun og stöðlun.
Almenn markaðskynning.
Ymis þjónusta (infrastructural services), m.a. rafveita, vegalagnir, markaðs- og
hafnaraðstaða, vamsveita, stíflur og framræsla og verkefni er varða umhverfís-
mál. Framlög skulu einungis vera til fjárfestinga og mega ekki vera niður-
greiðslur til einstakra búa.
b) Opinbert birgðahald vegna fæðuöryggis.
Framlög til að kosta birgðahald í samræmi við áætlanir um fæðuöryggi, sem séu
skilgreindar í lögum. Heimilt er að greiða einkafyrirtækjum í þessum tilgangi. Þá eru
ákvæði um kaup og sölu afurða á markaðsverði.
c) Matarstyrkir til fátækra.
BEINAR GREIÐSLUR TIL FRAMLEIÐENDA
d) "Ótengdur" (decoupled) tekjustuðningur.
Réttur til slíkra greiðslna byggist á skýrt mörkuðum skilyrðum, s.s. tekjum,
stöðu sem framleiðandi eða landeigandi, framleiðslu-/aðfangaþáttum (factor
use) eða framleiðslumagni á tilteknum viðmiðunartíma.
Upphæð greiðslna má ekki tengjast eða byggjast á tegund eða magni
framleiðslu (þ.m.t. búfjártegund) á nokkru ári eftir viðmiðunartímann.
Greiðslumar mega ekki tengjast eða byggjast á verðlagi afurða eftir
viðmiðunartímann.
Greiðslumar mega ekki tengjast eða byggjast á framleiðsluþáttum eftir
viðmiðunartrmann.
Ekki má krefjast nokkurrar ffamleiðslu til að viðkomandi bændur eigi rétt á
greiðslunum.