Ráðunautafundur - 15.02.1992, Síða 69
59
e) Opinber þátttaka í tekjutryggingu og "öryggisneti" (income safety-net
programmes).
Hér er um að ræða framlög til að bæta mönnum að hluta meiriháttar tekjutap, þ.e. ef
tekjur lækka skyndilega meir en 30% frá meðaltali síðustu þriggja ára.
0 Greiðslur til að bæta áföll af völdum náttúruhamfara/slysa (n a t u r a I
disasters).
Þetta innifelur m.a. greiðslur vegna sjúkdómsfaraldra í dýrum og plöntum,
kjamorkuslysa og stríðsátaka (Væntanlega mætti bæta áföll vegna jarðskjálfta, eldgosa
o.s.frv. S.Þ).
g) Aðstoð við menn sem hætta búvöruframleiðslu í tengslum við opinberar
áætlanir.
h) Aðstoð sem tengist því að taka framleiðsluþætti/auðlindir úr notkun (Iand,
búfé).
i) Fjárfestingarstyrkir til endurskipulagningar/hagræðingar.
Réttur til slíkra greiðslna byggist á skilgreindum opinberum áætlunum til
fjárhagslegrar eða "aðstöðulegrar" (physical) endurskipulagningar, þegar fyrir liggur
að viðkomandi búi við óhagræði (objectively demonstrated structural disadvantages).
j) Greiðslur tengdar umhverfisáætlunum.
k) Svæðisbundinn stuðningur.
Þessar greiðslur takmarkast við framleiðendur á svæðum, sem standa höllum fæti, skv.
mjög ströngum skilgreiningum. Greiðslumar skulu alfarið miðast við að mæta
aukakostnaði eða tekjutapi sem fylgir búskap á últeknu svæði samanborið við önnur.
Það er tvennt sem varðar íslenskan landbúnað mestu hvað snertir ákvæðin um
innanlandsstuðning.
Annars vegar er það viðmiðunartímabilið gagnvart niðurskurði á "gulum greiðslum"
og möguleikar á verðtryggingu þeirra. Niðurgreiðslur af fjárlögum vom u.þ.b. helmingi lægri
árin 1986 og 1987 heldur en 1988 og síðar, vegna þess að þá var lagður söluskattur á kjöt-
og mjólkurafurðir, sem mætt var (að hluta eða öllu, eftir afurðum) með auknum
niðurgreiðslum. Það er sjálfsagt rétdætismál, að fullt tillit verði tekið til þessa, en náist það
ekki fram, verður viðmiðunin u.þ.b. þriðjungi lægri en rétt er og raunverulegur niðurskurður
á samningstímanum því ekki 20% heldur 40-50%. Sama gildir, ef ekki leyfist að taka tillit til
þeirrar verðbólgu, sem hér hefur verið frá því á viðmiðunarárunum, og þarf vart að útskýra
það.
Hins vegar eru ákvæðin um "ótengdan tekjustuðning" við bændur. Samningsdrög
Dunkels kveða skýrt á um, að þessar greiðslur megi ekki á neinn hátt tengjast framleiðslu