Ráðunautafundur - 15.02.1992, Blaðsíða 70
60
bænda eftir tiltekið viðmiðunartímabil, né heldur verðlagi afurðanna. Þetta þýðir m.ö.o. að
réttur til greiðslnanna og upphæð þeirra má miðast við "tegund" bús og bústærð á
viðmiðunartímanum en síðan hefðu menn jafnan rétt, óháð því hvort búskap væri við haldið
eða hversu mikil framleiðslan væri. Þannig gætu þessar greiðslur í vaxandi mæli runnið til
manna, sem drægju saman eða hættu búskap og sném sér að öðm, en framleislan sjálf nyti
að sama skapi síminnkandi styrkja.
Þetta er engin tilviljun; þetta er nákvæmlega í þeim anda samningsdraganna, að
minnka áhrif opinberra styrkja á verðmyndun búvara. Þetta er hins vegar í andstöðu við það
sjónarmið sem hér ríkir, að opinberir styrkir til landbúaðar skuli skila sér í lækkuðu vömverði.
Búvömsamningurinn frá síðasta ári er m.a. um það, að í stað niðurgreiðslna á kindakjöti skuli
koma beinar greiðslur til bænda er svari til helmings afurðaverðs. Þetta ákvæði stangast á við
skilgreiningu GATT-samningsdraganna á "grænum greiðslum". Það er hins vegar ekki fullljóst
enn, hvort rétturinn til beinna greiðslna megi tengjast ffamleiðslurétti og vera seljanlegur milli
bænda.
Á þessu stigi þjónar litlum tilgangi að festa frekari bollalengingar á prent um
möguleika okkar til að styrkja landbúnaðinn eftir "grænu" leiðinni. Evrópuþjóðimar sjá sömu
annmarka á Dunkels-tillögunum og við og sækja fast á um breytingar.
LOKAORÐ
Miklar umræður og deilur hafa farið fram síðustu vikur um væntanlega GATT-samninga.
Fullyrðingar ganga um afleiðingar samningsins, ef af verður, en forsendumar liggja ekki Ijósar
fyrir. Hin eina rétta lýsing á stöðu okkar í dag er óvissa.
Ríkisstjómin fjallaði um samningsdrögin laust eftir áramótin og samþykkti eftírfarandi
um landbúnaðarmálin þann 10. janúar s.l.
"ísland mun gera mjög strangar kröfur á sviði heilbrigðiseftirlits vegna innflutnings
á landbúnaðarafurðum. Hér kemur sérstaklega tíl næmi íslenskra búfjárstofna fyrir
smitsjókdómum vegna langrar einangmnar og er í þeim efnum vitnað til biturrar og
dýrkeyptrar reynslu, þegar á hefur verið slakað. ísland ætlast til viðurkenningar á
þessum sérstöku aðstæðum.
Nauðsynlegt er að leyfilegt sé að framreikna stuðningsaðgerðir miðað við verðbólgu
og verðtryggja skuldbindingar, einkanlega í tollaígildum og innanlandsstuðningi. Það
er út í hött að sveiflur í verðlagi eða gengi, eða skattkerfísbreytíngar, leiði til þess að
sumar þjóðir taki á sig meiri skuldbindingar en aðrar.
Islendingum þykir rrúður að tíllögur Dunkels varðandi niðurkurð útfutningsbóta skuli
ná svo skammt sem raun ber vitni. Utflutningsbætumar em þó sá þátturinn sem hefur