Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 74
64
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1992
Nokkrar hugleiðingar um breytta stöðu í afurðasölumálum
eftir 1. september 1992
Heiðar Karlsson
formaður Landssamtaka sláturleyfishafa
I
Segja má að um nálega 100 ára skeið hafi sölumeðferð á landbúnaðarafurðum verið að miklu
leyti í föstum skorðum. í aðalatriðum var notað verklag umboðs eða umsýslusölu, þannig að
lokauppgjör við framleiðendur fór fram þegar sölu afurðanna var lokið, en endanlegt verð
réðist af afkomu viðkomandi rekstrar innan uppgjörsársins. Með tílkomu hins opinbera skráða
grundvallarverðs á búvömm varð það hins vegar ráðandi, a.m.k. sem viðmiðun. Skakkaföll
í verðlagningu á síðustu ámm hins gamla kerfis, svo og mismunandi skil afurðaverðs, knúðu
á um breytingar, sem urðu að veruleika með hinum nýju búvömlögum 1985.
Með þeim lögum vom sett ákvæði um "staðgreiðslu" á mjólk og sauðfjárafurðum,
einkum til að tryggja bændum full og ótvíræð skil á lögboðnu og skráðu gmndvallarverði. Má
segja, að það hafi tekist í aðalatriðum, þrátt fyrir ýmis vandkvæði í framkvæmdinni. Það er
ofurh'tið kaldhæðnislegt að nú skuli eiga að leggja þetta kerfi af, þegar það er loks farið að
ganga snuðmlítíð.
II
En nú em miklar breytíngar í aðsigi, breytíngar sem eiga það sameiginlegt, að tengjast
aðlögun hins íslenska samfélags að umhverfmu og umheiminum, þótt engan veginn sé ennþá
séð fyrir endann á þeirri aðlögun. Þessar breytíngar má kenna við þrennt:
a) Gerð nýs búvörusamnings á sl. vori.
b) Samninga um evrópskt efnahagssvæði.
c) Fyrirhugaða samninga um GATT.
Þótt margt sé enn óráðið um niðurstöður ofangreindara alþjóðasamninga, er ljóst að
gífuriegar breytingar verða á starfsumhverfi íslenskra bænda og vinnslustöðva. Þessum
breytingum og umskiptum þurfa afurðastöðvamar að mæta og það er brýnasta verkefni þeirra