Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 76
66
endanlegri mynd er ekki hægt að fullyrða um ennþá, eða jafnvel hvort hann verði að
veruleika.
V
Niðurstöður viðræðna um GATT mun hins vegar að öllum líkindum hafa miklu stórbrotnari
afleiðingar fyrir íslenskan landbúnað og þá sem að honum vinna. Ef þar næst samkomulag
í líkingu við það sem nú eru horfur á, má búast við verulegum innflutningi búvara til landsins
á næstu árum, og óvíst hvemig innlendir framleiðendur fái rönd við reist. Vegna þeirrar
óvissu sem enn ríkir um niðurstöður GATT-samninganna er erfitt að hafa uppi miklar
fullyrðingar, en miðað við það sem frést hefur um fyrirliggjandi samningsdrög, má ætla að
áður gerðar reglur og samningar verði lítils virði og allar áætlanir meira eða minna í uppnámi,
þótt íslendingar hafi þegar gengið lengra á sumum sviðum, með búvömsamningnum frá
síðasta vori. Það er þó ljóst, að úrslit þessara viðræðna byggjast á að EB og Bandaríkin nái
samkomulagi. Niðurstaðan mun því fyrst og fremst snúast um hagsmuni þessara stórvelda.
VI
Þótt en sé margt óljóst um endanlegar niðurstöður þeirra samninga sem kenndir eru við EES
og GATT og jafnvel um ffamkvæmd hins nýja búvörusamnings, þá virðast fáein atriði liggja
nokkuð ljós fyrir.
a) Breytingar munu verða - þær verða miklar og afdrífaríkar.
b) Allir aðilar, sem tengjast búvömframleiðslunni, bændur, vinnslustöðvar og söluaðilar
þurfa að minnka kostnað og auka hagkvæmni rekstarar með hveijum þeim hætti, sem
tiltækur er.
c) Ábyrgð bænda og afurðastöðva á birgðahaldi ýtir undir frekari samkeppni um
markaðinn. Afleiðingar takmarkalausrar samkeppni em þekktar í kjúklingum og
kartöflum.
d) Bændur og afurðastöðvar þurfa að móta og viðhafa miklu nánara og markvissara
samstarf hér eftir en hingað til um skipan framleiðslu og sölu.
e) Afurðastöðvamar verða að koma á nánu samstarfi um skipan framleiðslu, sölu og
birgðahalds. Sennilega væri réttast að sameina sölustarf þeirra að meira eða minna
leyti.