Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 77
67
VII
Eitt hið fyrsta sem breytist í samskiptum bænda og afurðastöðva í kjölfar nýja
búvörusamningsins er það, að sauðfjárbændur munu fá beinar greiðslur frá hinu opinbera frá
og með marsmánuði næstkomandi, hvort sem þær verða senda í ávísunum um landið eða
færðar bændum með öðrum hætti. Þessar greiðslur verða meðal annars að notast til að
fjármagna rekstur búanna, því að hin svonefndu rekstrarlán sauðfjárbænda munu væntanlega
falla niður samhliða þessu. Blönduðu kaupfélögin, sem eiga margs konar viðskipti við bændur,
auk afurðasölunnar, þurfa í samráði við bændur að endurskoða viðskiptahætti og útlánastefnu,
til samræmis við þessar breyttu aðstæður.
Vinnslustöðvar og ffamleiðendur þurfa hið fyrsta að móta og búa sér til sameiginlegan
vettvang til að fjalla um og fást við þær breytingar sem framunda eru. Hið nýja greiðslumark
sauðfjárbænda mun verða „afstemmt” við innanlandsneyslu á kindakjöti, þannig að þeir hljóta
að leggja mikla og aukna áherslu á virka og árangursríka markaðsfærslu afurðanna. Þess
vegna þurfa þessir aðilar, þ.e. sauðfjárbændur og vinnslustöðvar að móta sameiginleg og
skilvirk vinnubrögð á þessu sviði, þannig að framleiðsla og öll meðferð kindakjötsins stefni
að því höfuðmarkmiði að viðhalda og auka kjötneyslu á íslandi.
Þá þarf þess að gæta, miklu fremur en áður, að samsetning framleiðslunnar eða
flokkun kjötsins, svo og verðlagning, sé í samræmi við þörf markaðsins og eftirspurn
neytenda. Ef þetta bregst má búast við vöntun á einstökum gæðaflokkum, jafnvel á miðju
söluári, en samtímis safnist upp birgðir af illseljanlegri flokkum kjötsins.
Þannig getur samráð bænda og afurðastöðva, auk alls annars, snúist um fengitíð,
sauðburð og sláturtíma.
Til þess að mæta hugsanlegum sveiflum á markaðnum, t.d. vegna aukins framboðs á
öðrum kjöttegundum, þarf að skapa eitthvert svigrúm í verðlagningu kindakjöts, í líkingu við
sérstakar niðurgreiðslur og tilboð á síðustu misserum. Sumir telja eðlilegast, að mynda slíkt
svigrúm með frjálsri verðlagningu í heildsölu. Þessi kenning á raunar við við ýmis rök að
styðjast, en nú háttar svo til hérlendis að örfáir stórir aðilar eru mjög leiðandi á
smásölumarkaðnum og markaðsaðstaða þeirra gagnvart framleiðendum orðin hættulega ráð-
andi. Við þær aðstæður er stórlega varhugavert að gefa verðlagningu fijálsa.
Á hinn bóginn má halda því fram, að með frjálsri verðlagningu, bæði í heildsölu og
til framleiðenda, myndi skapast möguleiki til skjótra viðbragða á markaðnum, auk þess að
framleiðendur myndu öðlast mjög næma tilfinningu fyrir honum gegnum verðið.