Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 83
73
allir mældir með ómsjánni.
Eingöngu var myndað á einum stað, þ.e. við 3. spjaldhryggjarlið, og mæld þykkt
bakvöðva þar sem hann er þykkastur og þykkt fitu þar yfir. Þá voru allar myndir prentaðar
og gátu menn þá virt fyrir sér lögun vöðvans, sem oft sagði mikið til viðbótar við mælinguna.
í 1. töflu em sýndar tölur úr þessum mælingum á Norðurlandi yfir syni sæðingahrúta.
Athygli vekur ágæt útkoma hrútanna Kokks og Kráks frá Hesti og Hnykils og Svola frá Stóra-
Ármóti. Á þessum stöðum hafa mælingar á þykkt bakvöðva á föllum í sláturhúsi verið
stundaðar um alllangt skeið og virðist það koma mjög greinilega fram þama að árangur hefur
náðst. Ennfremur vekur athygli góð útkoma kollóttra hrúta af Ströndum en þeir hafa allgóðann
vöðva og em fitulitlir.
1. tafla. Mælingar með ómsjá. Synir sæðingahrúta 1991, einl.-tvfl.
Faðir Nafn Nr. Fjöldi sona Þungi kg Vöðvi mm Fita mm Stig samt
Hymdin
Illugi 82845 34 46,1 24,4 3,4 64,1
Máni 83916 26 44,7 222 4,0 64,1
Freyr 84884 59 46,5 22,7 3,8 63,4
Prúður 84897 65 48,1 23,9 3,3 63,5
Lopi 84917 73 48,4 24,6 3,9 63,4
Kokkur 85870 113 47,5 25,2 3,9 65,2
Hnykill 85886 25 46,1 24,8 3,4 64,3
Vísir 85918 40 48,5 23,5 3,9 62,4
Svoli 86889 63 47,7 24,9 3,5 64,3
Krákur 87920 84 46,3 24,8 3,8 64,8
Kollóttin
Skalli 81873 16 47,4 22,9 4,4 62,6
Hlunkur 83893 36 48,2 22,1 4,0 63,0
Hlíðar 84860 16 47,2 23,5 3,4 62,3
Broddi 85892 56 46,2 22,6 4,0 64,0
Þjónn 86915 10 45,1 24,0 2,8 61,9
Þar sem ómsjáin er alldýrt tæki hafa menn rætt hvemig hægt væri að nota hana utan
þessa hefðbundna tíma fyrir líflambaval í september og október. Fór ég út í það að mæla
gimbrahópa í nóvember og desember, samtals 350 gimbrar, hjá 10 bændum. Vom þetta nær
eingöngu nýklipptar gimbrar og mæling því yfirleitt auðveld. Auk mæhnga með ómsjánni
mældi ég fótlegg á gimbmnum og gaf þeim stig fyrir læri. Með þessu móti ætti að vera hægt
að finna í væntanlegum ærhópi best gerðu einstaklingana, t.d. verðandi hrútsmæður. Augljóst
er að þessar mælingar útheimta mikla vinnu ef gera á þær í stómm stíl. Ég tel þó að skoða