Ráðunautafundur - 15.02.1992, Side 85
75
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1992
Breytingar á orkumati fóðurs
Ólafur Guðmundsson,
Gunnar Sigurðsson og Tryggvi Eiríksson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
ORKUMAT FYRIR JÓRTURDÝR
Mat á næringargildi er grundvallaratriði við fóðrun búf]ár. Það er því mikilvægt að þetta mat
sé byggt á bestu fáanlegu aðferðum, til að geta tekið vitrænar ákvarðanir við fóðrunina, bæði
með tiUiti til lífeðlisfræðilegra og hagfræðilegra þátta.
Allt fram undir 1970 var norræn fóðureining (FE) notuð við orkugildismat hér á landi
(Gunnar Ólafsson, 1971). FE hafði þá verið notuð á öllum Norðurlöndunum í yfir 50 ár. f
kring um 1970 var farið að nota hér svokallaða fitunarfóðureiningu (Ffe), sem búið var að
taka upp bæði í Noregi og Finnlandi, og er hún enn í notkun hér fyrir jórturdýr og hross.
Þessi orkumatskerfi byggja á nettó orku (NO) og var Ffe lítið frábrugðin FE, enda byggð á
sama grunni og eini munurinn að orkuvægi próteins í FE er 1,43 en 0,94 í Ffe. Bæði þessi
kerfi ásamt sterkjueiningu (SE) byggja í grundvallaratriðum á sterkjugildiskerfi Oscar
Kellners (1851-1911) þar sem undirstaðan er fitun á uxum.
Mörg lönd Evrópu sem notuðu SE við sitt mat eru nú búin að taka upp ný kerfi, sem
byggjast aðallega á hollenskum rannsóknum (A.J.H. Van Es, 1975, 1978). Kerfið er kallað
nettó orka til mjólkurffamleiðslu (NOM). Það var tekið upp í Hollandi og Belgíu 1977,
Frakklandi 1978, Sviss 1979, Vestur Þýskalandi og Austurríki 1982, Júgóslavíu 1984, ftalíu
1986 og verið er að taka það upp í Grikklandi. Kerfið er útfært á mismunandi hátt í hin ýmsu
löndum, en mörg þeirra breyta NOM yfír í fóðureiningar til mjólkurframleiðslu (FEm). Þá
er ein FEm yfirleitt sett sem jafngildi nettó orku í einu kg af byggi, svipað því og við gerum
í því kerfi sem við notum í dag. Ýmist er notað sérstakt kerfí fyrir jórturdýr í vexti sem
byggir á FEm og við getum nefnt fóðureiningar til vaxtar (FEV), eða FEm er bæði notað fyrir
mjólkurffamleiðslu og vöxt (Y. Van der Honing & G. Alderman, 1988, Lars Bævre, 1991).
Svipað kerfi hefur verið tekið upp í Bandaríkjum Norður Ameríku, en Bretar hafa þróað sitt
eigið orkumatskerfi sem byggir á breytiorku (BO), sem reiknuð er yfir í NO.
Nú eru notuð þrenns konar kerfi við orkugildismat fyrir jórturdýr á hinum