Ráðunautafundur - 15.02.1992, Blaðsíða 86
76
Norðurlöndunum. Norðmenn og Finnar nota ennþá Ffe, Danir nota FE, sem þeir hafa breytt
verulega frá því sem áður var, og Svíar hafa tekið upp BO og gefa hana upp í Megajúlum
(MJ), en ekki í fóðureiningum. Norðmenn hafa ákveðið að breyta yfir í FEm 1. janúar 1993
og Finnar hafa haft gildi fyrir NOM í fóðurtöflum sínum síðan 1982, en þeir hafa ekki ennþá
tekið opinbera ákvörðun um að taka upp það kerfi. Danir ætla að halda áfram að nota FE og
Svíar munu áfram nota BO. Eflaust þurfa þessi tvö síðasttöldu lönd að breyta sínum kerfum
í framtíðinni með tilliti til Evrópubandalagsins. Það er því kominn tími til að við tökum þetta
mál á dagskrá hjá okkur, því augljóst er að við verðum brátt þeir einu sem notum Ffe og það
er nauðsynlegt að við tökum upp nýjar aðferðir við útreikninga á fóðurgildi með hliðsjón af
helstu viðskiptalöndum okkar.
NORRÆN NEFND UM ORKUMATSKERFI
Lengi hefur verið reynt að koma á sameiginlegu orkumatskerfi fyrir öll Norðurlöndin, en án
árangurs (Knut Breirem & Viggo Steensberg, 1951). Árið 1987 var skipuð nefnd á vegum
NJF, með þátttöku allra Norðurlandanna og styrk frá norrænu ráðherranefndinni, til að meta
þau orkumatskerfi sem í notkun voru á þeim tíma í ýmsum löndum og gera tillögur um
sameiginlegt kerfi fyrir Norðurlöndin ásamt nauðsynlegum rannsóknum í því sambandi. Þessi
nefnd skilaði áliti 1991 án þess að samstaða næðist um sameiginlegt matskerfi (Frik Sundstöl,
1991), en hún gerði tillögur um að rannsóknir yrðu hafnar á þróun nýs kerfis til mats á
næringargildi fóðurs sem byggðist á einstökum næringarefnum, niðurbroti þeirra og upptöku,
í stað orku eingöngu (V. Friis Kristensen & Martin R. Weisbjerg, 1991). Segja má að þetta
sé framhald á þeim rannsóknum sem gerðar voru í sambandi við þróun nýja norræna
próteinmatskerfisins (AAT/PBV). Einnig lagði nefndin til að meltanleg orka (MO) skildi
notuð sem sameiginlegur mælikvarði í viðskiptum með fóður og að ef eitthvert
Norðurlandanna tæki upp nýtt orkumatskerfi, þá yrði það byggt á NOM (Frik Sundstöl, 1991).
HVERS VEGNA ER ÞÖRF Á NÝJU ORKUMATSKERFI HÉR Á LANDI?
Það kerfi sem við notum núna við mat á orkugildi byggir að miklu leyti á rannsóknum sem
gerðar voru um síðustu aldamót. Það er því orðið nær aldar gamalt, án þess að það hafi verið
tekið til verulegrar endurskoðunar í ljósi aukinnar þekkingar. Það er byggt á fitusöfnun hjá
uxum, en ekki á mjólkurframleiðslu né framleiðslu kjöts miðað við fóður og þarfir nú.
Erlendis hafa síðustu áratugina verið gerðar umfangsmiklar rannsóknir á örkuþörf