Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 87
77
búfjár, en þær nýtast okkur ekki nema að litlu leyti vegna þess kerfis sem við notum. Nýtt
orkukerfi er forsenda þess að þessi þekking komi bændum til góða með aukinni fóðumýtingu
og bættu heilsufari búfjárins, og þar með hagkvæmari framleiðslu. Nýtt orkumatskerfi mundi
þannig gera okkur fært að fylgjast betur með og heimfæra nýja erienda þekkingu á sviði
fóðrunar að okkar aðstæðum. Það mundi einnig auðvelda samræmingu fóðurlöggjafar okkar
við helstu viðskiptalönd okkar og þannig auðvelda verslun með fóður. Þá auðveldar þetta
kennslu, notkun á fræðibókum, fóðurgildis- og þarfatöflum o.fl. og einnig tilraunasamvinnu
og birtingu og nýtingu á tilraunaniðurstöðum milli landa.
Nýtt og samræmt orkumatskerfi kæmi þvr ekki eingöngu bændum til góða, heldur
einnig fóðurinnflytjendum og framleiðendum, rannsóknastofnunum, fóðureftirliti, leiðbeininga-
þjónustu, búnaðarskólum, landbúnaðarráðuneyti og öðrum sem tengjast fóðri og fóðumotkun.
HVERJU ÞARF AÐ BREYTA?
Að mörgu er að hyggja þegar skipta á um kerfi við mat á fóðurorku. Mikilvægt er að
breytingamar gangi sem auðveldast fyrir sig og þeir sem nota matskerfið eigi auðvelt með að
skilja og nota það. Væntanlega verða því fóðureiningar notaðar áfram þó grundvöllurinn við
útreikninga á þeim breytist. Það má því segja að FEm sé heppilegt í þessu sambandi. Hér á
eftir verða tilgreind nokkur mikilvæg atriði sem breyta þarf (Lars Bævre, 1991).
Fóðurtöflur
Orkugildum fóðurtafla þarf að breyta. Reikna þarf upp á nýtt orkugildi í því fóðri sem notað
er hér á landi.
Orkuþarfir
Töflur um orkuþarfir jórturdýra hafa árlega verið birtar í Handbók bænda. Þessum töflum þarf
að breyta. Reikna þarf út og staðfæra nýjar töflur, en við það verða notaðar erlendar
upplýsingar, því mjög fáar eða engar rannsóknir hafa verið gerðar á orkuþörfum búfjár hér
á landi.
Mat á orkugildi
Útreikningum og aðferðum við mat á orkugildi þarf að breyta. Mælingamar sem notaðar verða
tíl að meta orkugildi verða áfram í aðalatriðum þær sömu og áður. Meltanleiki verður mældur
l£kt og áður í sauðum, en útreikningamir breytasL Fram að þessu hefur orka í gróffóðri einnig