Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 89
79
UNDIRBÚNINGUR AÐ BREYTINGUM
Skipuð hefur verið nefnd sem í eiga sæti fulltrúar frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins,
Búnaðarfélagi fslands og Bændaskólunum til að fara að undirbúa þessi mál. Þessari nefnd er
ætlað að leggja fram tillögur um hvaða orkumatskerfi verður tekið upp, hverju þarf að breyta
og hvemig standa þarf að breytíngunum. Ef nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að rétt sé að
taka upp fóðureiningar til mjólkurframleiðslu samkvæmt hollenska kerfinu þarf að taka
ákvörðun um hvort eingöngu eigi að nota FEm, eins og Norðmenn ætla sér, eða hvort einnig
á að nota FE, fyrir jórturdýr í vextí. Hvað sem gert verður er mikilvægt að fylgjast náið með
og læra af breytingunum í Noregi. Reikna má með að breytingamar gætu tekið gildi hér á
landi í kring um áramót 1993-1994.
Nú er einnig að hefjast vinna við undirbúning að því að taka upp nýtt próteinmatskerfi
hér á landi. Reiknað er með því að tekið verði upp norræna próteinmatskerfið (AAT/PBV)
sem nýlega hefur verið þróað og tekið í notkun í nokkxum Norðurlandanna. Þetta kerfi var
kynnt á Ráðunautafundi 1990 (Bragi L. Ólafsson, 1990). Skipuð hefur verið nefnd sambærileg
þeirri sem fjalla á um orkumatskerfið til að koma því máli áfram. Eðlilegt er að unnið verði
að þessum málum samhliða og að báðar breytíngamar komi til framkvæmdar á sama tíma ef
þær verða gerðar á annað borð.
Norðmenn reikna með að breytingamar á orkumatskerfinu kosti þá um samtals um 30
- 40 miljónir íslenskra króna (Lars Bævre, 1991). Kostnaður við breytíngamar hér á landi
verður eflaust nokkrar miljónir.
ORKUMAT FYRIR ANNAÐ BÚFÉ
Það er einnig orðið tímabært að taka til endurskoðunar Ffe kerfið í sambandi við orkumat á
fóðri fyrir hross. Sérstaklega er þetta biýnt ef tekið verður upp nýtt kerfi fyrir jórturdýr. Ffe
kerfið var upphaflega ekki ætlað fyrir hross. Það er jafnvel ekki ljóst hvort þær þarfatöflur
sem nú em í notkun fyrir hross era byggðar á Ffe eða FE.
Nýtt kerfi sem byggir á NO hefur verið þróað í Frakklandi til að meta fóðurorku fyrir
hross (M. Vermorel o.fl., 1984; W. Martin-Rosset o.fl., 1990). Orkan er umreiknuð í
hrossafóðureiningu (HFE), sem er jafiigildi NO í einu kg af byggi, eins og í NEm. Verið er
að undirbúa að taka þetta kerfi upp í Hollandi og Belgar, ítalir o.fl. hafa sýnt því áhuga. Það
væri æskilegt að sameinast um eitt orkumatskerfi fyrir hross í heiminum. Franska kerfið
kemur fyllilega til greina í því sambandi, þar sem það er eina kerfið sem er sérstaklega gert
fyrir hross. Það er því full ástæða fyrir okkur að kanna hvort rétt sé að taka þetta kerfi upp