Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 94
84
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1992
Skýrsluhald í hrossarækt
Kristinn Hugason
og
Jón Baldur Lorange
Búnaðatfélagi íslands
INNGANGUR
Á síðari árum hefur hrossaræktin nokkrum sinnum verið á dagskrá ráðunautafunda BÍ og
RALA, sjá erindasöfn 1978,1984,1989, 1990 og 1991. í öllum þessum fyrirlestrum var getið
um gildi góðs skýrsluhalds í hrossaræktinni, en skýrsluhald er undirstöðuatriði þar sem í öllum
öðrum búfjárkynbótum. Hér í upphafi skal þó sérstaklega minnt á tvo fyrirlestra í þessu
sambandi. "Úrvinnsla gagna og útgáfustarf í hrossarækt" í Ráðunautafundur 1989, bls. 259
til 266 og yfirlitserindið "Kynbótamarkmið og kynbótastarf í hrossarækt" í Ráðunautafundur
1991, bls. 227 til 250.
í erindi því sem hér fer á eftir mun hins vegar verða gerð grein fyrir hinum ýmsu
þáttum skýrsluhalds þess í hrossarækt sem Búnaðarfélag íslands er nú að byggja upp í
samstarfi við búnaðar- og hrossaræktarsambönd landsins. Það verk hefur staðið yfir nú síðasta
árið eða rúmlega það. Bylting í þessum málum átti sér stað við tilkomu tölvukerfisins Fengs.
ÁVINNINGUR AF SKÝRSLUHALDINU, FLÆÐI UPPLÝSINGA
Uppbygging skýrsluhalds í hrossarækt miðast allt á einn eða annan hátt við að starf
hrossaræktandans standi á traustari grunni en ella væri. í skýrsluhaldinu fer hagur
einstaklingsins og heildarinnar saman. Hver ræktandi heldur skýrslur fyrir sig en saman
mynda þær vífeðman, ómissandi gagnabanka fyrir kynbótastarfið. Enda felast virkar
búfjárkynbætur í að hönd taki í hönd fyrir frjálsan vilja.
Fjölmargt ávinnst með skýrsluhaldinu, eftirtalinna atriða skal getið í því sambandi:
Hver hrossaræktandi fyrir sig fær gleggra yfirlit yfir hrossabú sitt á einum stað. Hann
kemur til með að hafa aðgang að ættfærslum, afkvæmaskrám, niðurstöðum
kynbótasýninga og að nýjasta kynbótamati, allt á einum stað.
Meiri ætttengingar í gagnaskránum bæta öryggi útreiknings á kynbótamati