Ráðunautafundur - 15.02.1992, Side 99
89
SKÝRSLUHALDSGÖGN
1. Grunnskráning
Grunnskráning á hrossi felst f því að eftirtalin atriði eru skráð:
Fæðingarnúmer; 8 stafa kennitala, þar sem tveir fyrstu stafir númersins eru síðari
tveir stafir fæðingarárs hrossins, þriðji stafurinn stendur fyrir kynferði (1 fyrir hest en
2 fyrir hryssu), stafir Qögur og fimm eru númer upprunahéraðs hrossins, sjá 1. töflu,
og þrír sfðustu stafir númersins (stafir sex, sjö og átta) er raðnúmer, en hver
skýrsluhaldari fær úthlutað, sem föstum skráningamúmerum fyrir sig, hluta númera-
raðar héraðsins þar sem hann býr. Við grunnskráningu eru þau hross, sem fengu
ættbókamúmer á meðan það kerfi var notað og hafa ekki komið til endurdóms eftir
1986, skráð með sínum gömlu númemm. Tölvan breytir þeim þó með kerfisbundnum
hætti í átta stafa númer í allri vinnslu. Hross sem em skráð á mjög ófullnægjandi hátt,
þegar fæðingarár er ekki skráð o.fl., em skráð með númemm sem byrja á 40.. svo
vinnsla í tölvu geti farið fram. Þetta em þó ekki fullgild númer.
1. tafla. Númer upprunahéraða landsins.
Númer Upprunahérað
25 Kjalamesþing
35 Borgarfjarðarsýsla, Akranes
36 Mýrasýsla, Borgames
37 Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla, Stykkishólmur
38 Dalasýsla
45 Vestfirðir, nema Strandasýsla
49 Strandasýsla
55 V-Húnavatnssýsla
56 A-Húnavatnssýsla, Blönduós
57 Skagafjarðarsýsla, vestan Héraðsvatna, Hegranes og Sauðárkrókur
58 Skagafjarðarsýsla, austan Héraðsvatna og Siglufjörður
65 Eyjafjarðarsýsia, Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörður
66 S-Þingeyjarsýsla, Húsavík
67 N-Þingeyjarsýsla
75 N-Múlasýsla, Seyðisfjörður
76 S-Múlasýsla, Neskaupstaður, Eskifjörður
77 A-Skaftafellssýsla
84 Rangárvallasýsla, austan Eystri-Rangár
85 V-Skaftafellssýsla
86 Rangárvallasýsla, vestan Eystri-Rangár
87 Ámessýsla (nema uppsveitir) Selfoss, Vestmannaeyjar
88 Ámessýsla, uppsveitir