Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 104
94
6. Frostmerking
Frostmerking hrossa er nú framkvæmd af trúnaðarmönnum Búnaðarfélags íslands við
frostmerkingar. Framkvæmdinni er háttað í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 579 frá 1989,
reglugerð um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár. Öll númerun í
sambandi við frostmerkingu er samræmd með notkun tölvukerfisins Fengs. Þegar nýju
eyðublöðin til grunnskráningar hrossa, sjá fyrr, verða tilbúin, verða þau jafnframt notuð sem
eyðublöð til skráningar hrossa við frostmerkingu.
7. Eigendaskipti
Fljótlega verða útbúin handhæg eyðublöð til að tilkynna um eigendaskipti skýrslufærðra
hrossa. Er þar átt við hross hvort sem úr skýrsluhaldinu, frostmerkt eða sýnd og kemur þá út
á eitt hvort eitt eða fleiri nefndra atriða eigi við hvem grip fyrir sig.
TÖLVUKERFIÐ FENGUR
Inngangur
Árið 1991 sömdu Ólafur I. Óskarsson, Þröstur Ingimarsson og Jón Baldur Lorange nýtt
tölvukerfi fyrir hrossaræktina sem lokaverkefni frá Tölvuháskóla Verslunarskóla íslands. Með
tölvukerfinu er stefnt að því að byggja upp öruggan og aðgengilegan gagnabanka fyrir
hrossarækt á Islandi. Þetta nýja tölvukerfi hlaut nafnið Fengur enda átti kerfið að vera mikill
fengur fyrir íslenska hrossarækt.
Fengur er skrifaður í forritunarmálinu Turbo Pascal 6.0 og við gerð notendaskila
kerfisins er undirforritunarsafnið Turbo Vison notað. Turbo Vison er hlutbundið
undirforritasafn, sem býður notandanum upp á notendaskil byggð á fellivalmyndum,
samtalskössum, músar- og lyklaborðsstýringu og viðeigandi hjálp tengdri flestum aðgerðum
kerfisins. Gagnabankar Fengs eru í Paradox skráarformi og gagnagrunnsvinnslan nýtir sér
Paradox Engine 2.0. Paradox skráarformið gerir gögn Fengs aðgengileg tíl skoðunar fyrir alla
sem hafa aðgang að Paradox gagnagrunnsforrití og með Paradox Engine fomtunarköllum næst
upp viðunandi vinnsluhraði. Fengur getur keyrt á PC samhæfðum tölvum með minnst 640KB
innra minni. Besta vinnslan fæst með örgjörvanum 80386 þó að unnt sé að keyra forritið á
tölvum með minni örgjörva.
Fyrsta útgáfa Fengs, sem lokið var við í júní á síðasta ári, innihélt hinn eiginlega
skráningarhluta kerfisins. í júlí hófst síðan skráning á gmnnskráningar- og fangskýrslum, en
upplýsingar þær sem þessar skýrslur geyma byggja upp nokkurs konar "þjóðskrá" hrossa.