Ráðunautafundur - 15.02.1992, Side 110
100
4. Fengur til almennra hrossarccktenda. Margir hrossaræktendur, sem skoðað hafa Feng, hafa
óskað eftir því að fá útgáfu af honum til heimabrúks, þ.e. til notkunar í heimilistölvu sinni.
Nokkur vandkvæði eru á þessu og m.a. hlyti að þurfa að taka burt allar upplýsingar um
eigendur hrossa. Engu að síður er fullur vilji til að útbúa sérstaka útgáfu af forritinu fyrir
hinn almenna hrossaræktanda og yrði það forrit nefnd Einkafengur.
LOKAORÐ
Um mikilvægi skipulags skýrsluhalds í hrossarækt sem undirstöðu að markvissum kynbótum
f greininni hefur víða verið fjallað. Á ráðunautafundum síðustu ára hafa fyrirætíanir verið
kynntar um að hleypa tölvuskýrsluhaldi í hrossarækt af stokkunum. Nú er það orðið að
veruleika. Margt verkið bíður þó úrlausnar á þeim vettvangi.
I myndasögunni um Jón stóðkarl er starfið í heild sinni myndgert. Þar kemur glöggt
fram hve mikilvægt það er að allir leggist á eina ár. Staðreyndin er sú að þótt Búnaðarfélag
íslands, sem forystuafl í hrossaræktarstarfi landsmanna, hafi fullan hug á að efla starf að
skýrsluhaldi í hrossarækt, eins og öðrum þáttum er lúta að faglegum leiðbeiningum í
greininni, þá getur félagið ekki leyst þetta verkefni af hendi einsamalt. Fleiri aðilar þurfa að
koma til. Þátttaka hins almenna ræktanda er forsenda, eins og gefur að skilja, ásamt góðu
starfi héraðsráðunauta.
Hvatt er til kynbótastarfs í búfjárrækt með beinum fjárframlögum frá hinu opinbera.
Rökin fyrir því era einföld; að efla ræktunarbúskap. Ræktunarbúskapur í hrossarækt er
þjóðhagslegt hagkvæmnisatriði, auk þess sem hér er um útflutningsatvinnuveg að ræða. Við
útdeilingu framlags hins opinbera til hrossaræktar er áherslunni nú beint að skýrsluhaldinu og
féð greitt félagasamtökum.
í upphafi starfsins sýnist ljóst að þátttaka hrossaræktenda lofar góðu upp á framhaldið.
Hins vegar þurfa héraðsráðunautar, sem starfsmenn þeirra félagasamtaka sem hvað helst eru
styrkt til þessa starfs, að leysa verk sitt af hendi í þessu nýja skýrsluhaldi með meiri
nákvæmni en upphafið bendir til. Með hliðsjón af reynslu úr öðram búgreinum sýnist
augljóst að hagkvæmast sé að skráning gagna skýrsluhalds í hrossarækt fari fram í tölvudeild
Búnaðarfélagsins. Gögnin verða hins vegar að koma til félagsins í því ástandi að hægt sé að
skrá þau án þess að mikill tími fari í undirbúning skráningar. Sú krafa er gerð í annarri
búfjárrækt og svo gildir einnig um hrossaræktina. Þennan undirbúning skráningar er
héraðsráðunautum hins vegar ófært að leysa af hendi "af kunnáttu og kostgæfni", eins og þeim
ber, nema með traust hjálpargögn í höndum, með góðan Ráðfeng.