Ráðunautafundur - 15.02.1992, Blaðsíða 114
104
Undanfarin ár hafa verið gerðar tílraunir með ræktun matjurta á Hvanneyri, sem
einkum hafa beinst að því að afla upplýsinga um það hvemig best sé að standa að ræktun
matjurta í heimilisgörðum. í eftirfarandi töflum em skráðar nokkrar tegundir matjurta, við
hvaða aðstæður er æskilegast að rækta þær og hvaða stofnar af þeim hafa reynst best á
Hvanneyri.
Það hafa verið gerðar athuganir á mörgum öðram tegundum matjurta sem henta vel
í heimilisræktun, en niðurstöður em varla þannig að ástæða sé að kynna stofna. Af slíkum
jurtum má nefna: blaðsillu, hnúðsillu, steinselju, mergju (grasker), tómata, graslauk, spínat,
höfuðlauk, toppkál, blöðrukál, grænkál, rósakál, næpur, hreðkur, hindber, stikilsber og margs
konar kryddjurtir.
í töflunum sem hér em birtar var mikill vandi að velja stofna til að benda sérstaklega
á, t.d. hafa verið reyndir 37 stofnar af hvítkáli, sem flestir hafa reynst þolanlega eða vel.
1. tafla. Æskilegar aöstæður við ræktun matjurta og góðir stofnar af þeim.
A. Fjölærar plöntur ræktaðar úti í garði.
Tegund Góðir stofnar
Rabarbari Viktoría, Vmrabarbari
Rifsber Rauð hollensk (Viking)
Sólber Melalahti, Brödtorp
B. Fjölær jurt ræktuð undir plasti eða trefjadúk úti í garði eða £ plastgróðurhúsi.
Tegund Góðir stofnar
Jarðarber Glima, Jonsok, Zephyr og Senga-Sengana
C. Garöjurtir sem sáð er að vori á bersvæði, undir plast eða trefjadúk.
Tegund Góðir stofnar
Kartöflur Rauðar íslenskar, Gullauga
Gulrófur Kálfafellsrófur og Vige
Gulrætur Nantes: Nantucket Fl, Napoli F1 og Tamino F1
Amsterdam: Mokum j