Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 117
107
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1992
Ræktun í vikri
Garðar R. Ámason
Búnaðarfélagi íslands
INNGANGUR
Á síðasta áratug hefur ræktun í óvirkum rótarbeðsefnum stóraukist í flestum nágrannalöndum
okkar, þannig að í dag er slík ræktun alls ráðandi og þá fyrst og fremst í steinull. Hér á landi
hefur þessi þróun verið hæg, en áhuginn hefur farið ört vaxandi og er nú slík ræktun í gangi
í fullri alvöru í a.m.k. 13 garðyrkjustöðvum. Þennan aukna áhuga hér á landi (sem og
erlendis) má m.a. rekja til viðloðandi jarðvegssjúkdóma, "þreytts og slæms jarðvegs, en það
er bæði dýrt og mikið verk að skipta um jarðveg í gróðurhúsunum. Ennfremur vega þungt
upplýsingar erlendis ffá um aukna uppskeru. Uppskeruaukningin stafar m.a. af mun
nákvæmari stýringu á áburðargjöfinni, þar sem lítil sem engin binding né losun næringarefna
á sér stað í þessum óvirku rótarbeðsefnum.
í Evrópu er algengast að ræktað sé í steinull, að undanskilinni ræktun í pottum. Hér
á landi hefur mörgum þótt innflutt ræktunarsteinull full dýr, auk þess sem erfitt getur verið
að "eyða" henni með góðu móti að lokinni notkun. Mikill áhugi er meðal margra
garðyrkjubænda að nýta í þess stað vikur sem er ódýrt, innlent hráefni, sem ætla mætti að
væri óvirkt og laust við alla sjúkdóma. Miðað við þær tilraunir sem gerðar hafa verið og
reynslu nokkurra garðyrkjubænda stenst vikur fyllilega samanburð við steinull. Hins vegar
eru upplýsingar um vikur sem rótarbeðsefni mjög takmarkaðar samanborið við steinull sem
er sá þáttur sem hamlar hvað mest aukinni ræktun í vikri. Til að bæta úr þessum
upplýsingaskorti hefur síðastliðin tvö ár verið starfandi vinnuhópur um ræktun í vikri sem í
eiga sæti fulltrúar frá Garðyrkjuskóla ríkisins, Sambandi garðyrkjubænda, Sölufélagi
garðyrkjumanna, Jarðefnaiðnaði og Búnaðarfélagi íslands. Vonir standa m.a. til að þróa megi
öruggar ræktunaraðferðir, þar sem eiginleikar vikursins nýtist sem best.
EÐLIS EIGINLEIKAR VIKURS
Eftirfarandi kafli um eðliseiginleika vikurs er að mestu unninn upp úr tilraunum
"vikurshópsins" sem gerðar voru sumarið 1990. Til frekari skýringa vísast til áfangaskýrslu