Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 118
108
hópsins, sem birtist í Garðyrkjufréttum nr. 181.
Vatnsheldni
Vatnsheldi efnis er mjög mikilvægt atriði við mat á eiginleikum þess sem rótarbeðsefni og
er góður mælikvarði á hversu aðgengilegt vatnið er fyrir plöntumar. Vatnið má hvorki vera
of fast né of laust bundið. Sé vatnið of fast bundið fer of mikið af orku plöntunnar í
vatnsupptökuna og þar af leiðandi myndi draga úr vexti hennar. Sé vatnið hins vegar of laust
bundið þomar rótarbeðurinn of fljótt.
Þar sem öndun á sér stað í rótum plantnanna, verða þær að geta tekið til sín súrefni
og gefið frá sér koltvísýring. Til að svo geti orðið verður ákveðinn hluti holurýmis efnisins
að vera fyllt lofti.
Æskilegt er að 20-30% af holurými efnisins innihaldi loft eftir mettun og frítt
afrennsli. Auk þess er mikilvægt að vatnið sé hæfilega laust bundið.
Samkvæmt mælingunum 1990 þá er holurými vikursins um 80-85% (miðað við rúm-
mál), mismunandi eftir komastærð, sem var 0-4 mm. Holurými steinullar er hins vegar mun
meira eða 97%.
f vikri er um tvenns konar holurými að ræða, annars vegar á milli vikurkomanna og
hins vegar í komunum sjálfum. Vikurkomin em úr frauðkenndu bergi og em alsett örsmáum
holum. Hluti þessara hola em opnar og hafa bein áhrif á vatnsbúskap vikursins þar sem þær
geta tekið upp og gefið frá sér vatn, en hluti þeirra em lokaðir og skipta ekki máli í þessu
sambandi.
Þar sem holurými vikursins er minna en í steinull getur hann ekki innihaldið álíka
mikið vatn. Mismunandi er eftir komstærð vikursins hversu mikið vatn hann getur innihaldið,
þannig að því fínni sem vikurinn er því meira vatn getur hann innihaldið, þó nær hann aldrei
vatnsmagni steinullarinnar. Einnig er mikill munur á vikri og steinull hvað varðar hversu fast
vatnið er bundið. Nánast allt vatnið í steinullinni er mjög laust bundið (pF 1-1,8), en hins
vegar er vemlegur hluti vatnsins í vikrinum frekar fast bundið (pF 2,0-3,0), en þó ekki fastar
en svo að plöntumar geta nýtt sér megnið af því. Með öðmm orðum þá era hárpípukraftar
vikursins mun sterkari en í steinull. Af framansögðu má einnig ráða að ekki er hægt að beita
sömu vökvunartækni við ræktun í vikri og í steinull, eins og nánar mun verað vikið að síðar.
Binding og losun efna
Kostir óvirkra rótarbeðsefna liggja m.a. í því að lítil sem engin binding né losun efna á sér