Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 119
109
stað í þeim. Þar með skapast möguleikar á mjög nákvæmri áburðargjöf, þannig að hún sé
ávallt í samræmi við þarfir plantnanna.
Reyndar er það svo að engin rótarbeðsefni eru algjörlega óvirk og mælingar sýna að
vikur hefur ákveðna virkni, þ.e. hann bæði tekur upp og gefur frá sér efni og talsvert meira
en steinull. Sökum stærra yfirborðs lítilla vikuragna, samanborið við stærri agnir, þá er virkni
vikursins því meiri eftir því sem hann er fínni.
Vikur gefur frá sér dálítið af natríum í upphafi, sem er þó langt undir hættumörkum
og mjög hæpið er að það geti valdið erfiðleikum í ræktun, sérstaklega ef vikurinn væri
vökvaður vel upp fyrir notkun. Þar sem vikurinn myndast í eldsumbrotum óttuðust sumir að
hann gæti gefið frá sér flúor í of miklu magni, en samkvæmt þeim mælingum sem gerðar
voru er sá ótti ástæðulaus.
Greinilegt var að vikurinn bindur næringarefni í upphafi. Rétt er að vekja sérstaka
athygli á bindingu fosfórs sem getur verið all mikil, sérstaklega í fínkoma vikri. Vikurinn
virtist þó mettast á 1-4 vikum, mismunandi eftir komstærð. Mettunin tók því lengri tíma sem
vikurinn var fínni.
Bæði vikur og steinull hafa áhrif á sýrustigið í rótarbeðnum og valda bæði efnin því
að sýrustigið hækkar. Sýmstigshækkunin í vikrinum virtist vera að mestu óháð komastærð
vikursins.
Sökum bindingar næringarefna fellur leiðnitalan (Lt) í vikrinum fyrst eftir að byrjað
er að vökva með áburði og þar er um meiri bindingu að ræða í fínkoma vikri en í grófum.
Svo virtist í ræktunartilraununum 1990 að vikurinn mettíst á um viku tíma. Ennfremur virtíst
Lt í grófa vikrinum (1-4 mm) vera ívið lægri á ræktunartímanum en í þeim fína (0-1 mm).
Ætla mættí því að grófi vikurinn bjóði upp á betri Lt stýringu og að í honum sé minni hætta
á of hárri Lt.
Sökum skorts á þar til gerðum mælingum er ekki hægt í dag að segja til um hversu
fast efnin bindast í vikrinum, né heldur hvort vikurinn gefi þau aftur frá sér síðar á
ræktunartímanum.
RÆKTUN í VIKRI - NOKKUR UMHUGSUNARVERÐ ATRIÐI
Hér er ætlunin að íhuga nánar ýmis þau atriði sem ég tel vert að hafa í huga við ræktun í
vikri. Þar sem tilraunir með vikur eru mjög skammt á veg komnar, vara ég við að taka efni
kaflans of bókstaflega, þar sem hér er fyrst og fremst um mitt eigið persónulega álit að ræða,
sem oft á tíðum er ekki byggt á vísindalegum grunni.