Ráðunautafundur - 15.02.1992, Side 120
110
Vökvun - Leyndardómur vikursins
Á grundvelli þeirra mælinga, sem áður var getíð varðandi vatnsheldni vikursins, tel ég að
lykillinn að vel heppnaðri ræktun í vikri felist í sterkum hárpípukröftum og að tiltölulega lítíð
er um mjög laust bundið vatn.
Mælingamar benda sterklega til þess að unnt sé að halda nær stöðugt mjög góðu
hlutfalli á milli vatns og lofts í vikrinum, óháð veðurfari og plöntutegund. Til að svo geti
orðið verður stöðugt að vera til staðar ákveðinn vatnsforði neðst í rótarbeðinum.
Háipípukraftur vikursins sér síðan um að flytja vatnið úr forðabúrinu og upp eftir
rótarbeðinum í takt við vatnsupptöku plantnanna. Með öðrum orðum þá getur vikurinn vökvað
sig sjálfur! Með þessu móti hafa rætur plantnanna ekki bara stöðugt aðgang að auðteknu vatni
heldur einnig að nægu súrefni.
Vökvunin felst síðan í því að fylla á vatnsforðabúrið þar til renna tekur út úr. Sé
vatnið mjög gott og hreint, án óæskilegra efna/salta, mætti miða við um 10% umframvökvun.
Umframvökvunin þyrftí að vera því meiri sem meira er af óæskilegum efnum/söltum í vatninu
til að draga úr hættunni á að þau komi tíl með að safnast fyrir í rótarbeðnum.
Einn meginkostur vikurs fram yfir steinull er hversu mun auðveldara er að halda
honum alltaf jafn rökum, allan sólarhringinn, óháð veðri og þroskastígi plantnanna. Svo fremi
að tíl staðar sé grunnt vatnsforðabúr neðst í beðunum, sjá hárpípukraftamir um að soga vatnið
upp í beðin og halda þeim alltaf jafn rökum. Steinullin rokkar hins vegar á milli þess að vera
rennblaut, strax eftir vökvun, og yfir í að vera hálf þurr, rétt fyrir vökvun. Til að draga úr
þessum sveiflum þarf því að vökva steinullina mjög oft, en lítið í hvert sinn.
Undirbúningur beða og rœktunar
Ymsir möguleikar koma til greina við hönnun og uppsetningu vikurbeðanna og eru því eins
og vænta má ýmsar hugmyndir uppi þar að lútandi. Sökum þess að raunveralegar tilraunir era
enn skammt á veg komnar er í dag ekki mögulegt að slá neinu föstu um að einhver ein aðferð
sé sú besta. Það er því ekki ætlun mín að fullyrða neitt þar um, heldur eingöngu að setja fram
eigin skoðanir og ber því að skoða þennan kafla í því Ijósi.
Áður en hafist er handa við að útbúa vikurbeðin þyrfti að sótthreinsa jarðveg
gróðurhússins mjög vel til að fyrirbyggja hugsanlegt smit rótarsjúkdóma. Að því loknu þarf
að slétta gólfið sem best, þannig að sem minnst verði um lægðir og dældir í því, og kostur
er að lítill halli sé á gólfinu. Ástæðulaust er þó að mínu mati að fara út í mikinn
jarðvegsflutning því eins og ég mun síðar víkja nánar að ættí að vera unnt að hanna beðin