Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 121
111
miðað við all óslétt gólf og/eða hallandi.
Þegar búið er að sótthreinsa og slétta gólfið, þyrfti helst að breiða plastdúk yfir allt
gólfið. Þar með verður öll vinna í húsinu mun þrifalegri á ræktunartímanum og stórlega
dregur úr hugsanlegu smiti úr jarðveginum. Til að bæta birtuskilyrðin er stór kostur að efra
borð dúksins sé hvítt. Rétt er að gera sér strax í upphafi grein fyrir hvemig unnt verði að leiða
í burtu allt umframvatn, án þess að það renni inn í gangana.
Til greina kæmi að vera með vikurinn lausann í kössum, rennum o.s.frv., eða
sekkjaðan í litla poka. Þar sem í raun er ekki um neinn grundvallarmun að ræða fræðilega séð
mun ég til einföldunar bara miða við sekkjaðan vikur.
Þegar um sekkjaðann vikur er að ræða koma tvær aðferðir til greina. í fyrsta lagi er
hægt að raða pokunum beint út á beðin og f öðru lagi er hægt að útbúa ytri "rennu" (td. úr
plastdúk) utan um vikurpokana.
Þegar ræktað er í "einföldum pokum" eru skomar láréttar rifur í hliðar pokanna, 2-3
cm langar og í 2-4 cm hæð. Með þessu móti er myndað vatnsforðabúr neðst í pokunum og
sjá síðan hárpípukraftar vikursins um að draga áburðarlausnina ofar í pokana. Þessi aðferð
krefst nákvæmrar og margendurtekinna vökvana á svipaðan hátt og steinull. Þar sem hætt er
við að þörf verði á umtalsverðri umframvökvun er jafnframt hætta á að stór hluti
vökvunarvatnsins og þar með áburðarins fari til spillis.
Þegar útbúin er "ytri renna" úr plastdúk, sem þyrfti að vera svartur að innanverðu og
hvítur að utan, er vatnsforðabúrið aukið til muna. A vikurpokana eru skomar lóðréttar rifur,
3-4 cm langar, upp frá botni pokanna til að tryggja gott vatnsflæði úr vatnsforðabúrinu og inn
í pokana. Mynduð eru nokkurs konar uppistöðulón með því að koma fyrir 4 cm háum (t.d.
4x4x4 cm) kubbum þvert undir ytri plastdúkinn á milli pokanna. Hversu þétt þessir kubbar
væru lagðir fer eftir halla beðanna, því meiri halli því þéttar á milli kubbanna. Með þessu
móti er búið að tryggja töluvert vatnsforðabúr fyrir hvem poka. Við vökvun er lausnin látin
flæða yfir fyrirstöðumar, koll af kolli, þannig að öll forðabúrin fyllast af vatni og tiltölulega
lítill hluti áburðarins fer til spillis (því minna sem vatnið er hreinna). Skera þarf láréttar rifur
í ytri plastdúkinn í 4 cm hæð í neðri enda rennunnar ef hallinn er jafn, eða í báða enda ef
rennumar eru án halla. Ef rennumar eru staðsettar á ójöfnu undirlagi verður að gata ytri
plastdúkinn í öllum dældum, þannig að vatnsforðabúrið sé hvergi dýpra en 4 cm.
Megin kostir síðastnefndu aðferðarinnar er að hægt er að koma henni við við
ófullkomnar ytri aðstæður, vökvunin er auðveld, t.d. væri hægt að nota mun sverari
dropaslöngur en við ræktun í steinull og moldarjarðvegi og því síður hætta á að þær stíflist.