Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 122
112
Jafnvel á heiðskírum sumardögum ætti að vera nóg að vökva 1-2 sinnum, þannig að komast
má af með einfaldan vökvunarbúnað. Síðast en ekki síst býður aðferðin upp á mun betri
nýtingu áburðar en við ræktun í einföldum pokum. Aðferðinni fylgja þó tveir megin ókostir.
I fyrsta lagi er meiri hætta á útbreiðslu rótarsjúkdóma eftir röðunum og í öðru lagi tekur
langan tíma að lækka leiðnitöluna í svo miklum vatnsforða, þegar slíkt er nauðsynlegt.
Sýrustig
Einn megin ókostur við ræktun í óvirku rótarbeði em litlir sem engir eiginleikar efnanna til
að jafna sýrustigssveiflur. Þar sem sýrustigið (pH) hefur mjög mikil áhrif á upptöku og
uppleysanleika ýmissa næringarefna, er mjög mikilvægt að halda alltaf réttu sýmstigi.
Gera verður greinarmun á sýmstigi vökvunarlausnarinnar og lausnarinnar í
vikurbeðunum. Til að áburðargjöfin virki eins og til er ætlast mætti miða við að pH
vökvunarlausnarinnar sé 5-5,5. Sýmstig beðanna þyrfti síðan að ráða því hvort haldið sé hærra
eða lægra gildinu (eða einhvers staðar þar á milli). Við ræktun tómata mætti miða við að pH
í beðunum sé 5-6 og örlítið hærra við ræktun gúrkna. Ef pH í beðunum er lengi um eða yfir
7 veldur það næringarskorti í plöntunum þar sem sum þeirra verða þá óaðgengileg plöntunum.
Sé pH síðan lækkað snögglega er hætta á eitrun í plöntunum þar sem þessi næringarefni, sem
áður vom óaðgengileg plöntunum, verða þeim skyndilega aðgengileg í of miklu magni, t.d.
mangan og bór.
Það em einkum tveir megin þættir sem hafa áhrif á sýrustig lausnarinnar sem rætumar
vaxa í, en það er annars vegar upptaka plantnanna af einstökum næringarefnum og hins vegar
sýmstig vökvunarvatnsins.
Sýmstigið í beðunum gæti hæglega stigið í byijun ræktunar, þrátt fyrir tiltölulega lágt
pH í vökvunarlausninni. Sé svo þyrfti að gæta þess að gefa ekki of mikið nítrat, þar sem nítrat
hækkar pH smá saman eftir því sem plöntumar taka það upp. Vaxandi pH í beðunum gæti
líka stafað af of lítilli vökvun. Oft getur aukin vökvun (meira vatnsmagn í hverri vökvun)
leiðrétt erfiðleika með pH.
Algengt er að nota saltpéturssým eða fosfórsým til að halda æskilegu pH í
vökvunarlausninni. Séu sýrur notaðar verður að gera ráð fyrir þeim við útreikninga á
samsetningu áburðarlausnarinnar, því umtalsvert magn köfnunarefnis er í saltpéturssým og
fosfór í fosfórsým. Sé t.d. gefinn of mikill fosfór dregur úr upptöku plantnanna á mangan og
sinki. Hafa ber í huga að sýrur em varhugaverðar í umgengni og gæta þarf ákveðinnar varúðar
svo ekki hljótist slys af.