Ráðunautafundur - 15.02.1992, Síða 123
113
Hversu mikið magn sýru þarf að nota ræðst af sýrustigi vatnsins, því meira sem vatnið
er basískara. Einstaka garðyrkjumenn óttast að nota mikið magn af sýru. Slíkur ótti er
ástæðulaus svo fremi að pH vökvunarlausnarinnar sé eðlilegt, sé það ekki lægra en u.þ.b. 5
er engin hætta á skemmdum á plöntum.
Hins vegar er oft spuming hvort ekki megi komast hjá notkun sýru, að hluta eða öllu
leyti, með því að nota súran áburð. Hluta köfnunarefnisins (5-20%) mætti gefa sem ammón-
íum í stað nftrats. Þegar plöntur taka upp ammóníum (NH4) lækkar pH smá saman.
Þegar pH í beðunum er full lágt, ætti ekki að gefa hluta köfnunarefnisins sem
ammóníum. Sýrustig vökvunarlausnarinnar mætti þá gjaman vera um 6.
Áburdargjöf
Að mínu mati er um veigamikinn mun að ræða varðandi áburðargjöf í vikri og steinull.
Áburðarsölt geta safnast fyrir í vikri, en lítið sem ekkert í steinull. Nota þyrftí því lægri
styrkleika á vökvunarlausninni við ræktun í vikri en í steinull. Hætt er við að erfitt getí orðið
að skola söltin úr vikrinum hafi þau á annað borð safnast fyrir. Á léttskýjuðum sumardögum
(mikil vamsþörf) þarf því að gæta þess að sölt safnist ekki fyrir og þyrfti þá annað hvort að
vökva með virkri áburðarlausn eða vökva af og til með hreinu vatni.
Við ræktun tómata vill grænvöxturinn stundum verða full mikill, td. í bytjun ræktunar.
Þegar halda þarf grænvextinum í skefjum, ætti magn köfnunarefnis í vikurlausninni ekki að
vera yfir 100 ppm og leiðnitalan um 1,5. Til að ná þessu marki, þyrfti vökvunarlausnin að
vera mjög veik og myndi ég ætla að látið geti nærri að leiðnitala vökvunarlausnarinnar mætti
vera 1,0 eða lægri, þar til vöxtur plantnanna er orðinn eðlilegur. Þegar vöxtur plantnanna er
eins og til er ætlast mætti miða við að leiðnitala lausnarinnar í vikrinum sé 2,5-3,0, þannig
að leiðnitala vökvunarlausnarinnar þyrfti því væntanlega að vera 1,5-2,0.
Þegar ákveða skal samsetningu áburðarlausnar fyrir ræktun í vikri höfum við engar
tilraunaniðurstöður að styðjast við. Miðað við erlendar áburðarforskriftir fyrir ræktun í
óvirkum rótarbeðsefnum, tel ég skoskar áburðarforskriftir fyrir ræktun í perlusteini
efnilegastar. í 1. töflu era sýndar skoskar áburðarforskriftir fyrir tómata, gúrkur, papriku og
rósir í periusteini.
Uppeldi plantna
Eðlileg spuming er hvort uppeldi plantnanna ætti að vera í steinull, vikri eða moldarblöndu.
Æskilegast væri að uppeldið fari fram t vikri fyrir ræktun í vikri. Þar sem uppeldið fer oft