Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 125
115
Við ræktun í steinull er algengast að dregið sé úr vatnsupptökunni með því að halda
hárri leiðnitölu. Þegar vel tekst til batnar bæði fijóvgunin og þroskun klasanna, en ávalt fylgir
slíkri aðgerð viss áhætta. Ef steinullarmottur, sem vökvaðar hafa verið með hárri leiðnitölu,
ná að þoma hækkar leiðnitalan mjög ört og mikil hætta er á að rætur sviðni. Eins og áður
hefur komið fram er hætta á að sölt geti safnast fyrir í vikrinum og að erfitt geti reynst að ná
þeim niður á ný. Þess vegna hef ég efasemdir um að beita hárri leiðnitölu til að halda
grænvexti plantnanna í skefjum við ræktun í vikri.
Eins og kunnugt er þá er köfnunarefni mikilvægasta næringarefnið sem hefur áhrif á
grænvöxtinn. Vöxtur plantnanna verður enginn ef þær ná ekki í köfnunarefni en mjög
gróskumikill nái þær í mikið köfnunarefiii, sérstaklega í lítilli birtu. Rökrétt ályktun hlýtur að
vera að einhvers staðar þama á milli megi finna ákveðið köfnunarefnismagn sem gæfi
hæfilegan vöxt.
í Skotlandi hefur verið þróuð aðferð til að stjóma grænvexti og aldinmyndun í ungum
tómataplöntum með því að draga úr köfnunarefnisupptöku þeirra. Miðað við skoska
vetrardaga, sem era bæði stuttir og oft þungskýjaðir, hafa skotar fundið út að framan af
ræktuninni gefi áburðarlausn, sem inniheldur 120-140 ppm N, hóflegan grænvöxt og góða
aldinmyndun. Þegar aldinmyndunin er komin vel á veg á neðsta klasanum og birtan orðin
betri, inniheldur þessi "upphafslausn" of Ktið köfnunarefni til að viðhalda nægilegri grósku
í toppvexti plantnanna og þar með nægilegum aldingæðum. Á þessu vaxtarstigi er mönnum
ráðlagt að breyta yfir í aðra áburðarlausn ("ræktunarlausnina") sem inniheldur mun meira
köfnunarefni, eða rúmlega 200 ppm, en önnur næringarefni era í sama styrkleika og áður.
Þessi köfnunaefnisríkari "ræktunarlausn" eflir grænvöxtinn nægilega mikið til að mæta aukinni
næringarþörf aldinanna sem era nú í fullum vexti. Svo fremi að aldingæði og vöxtur séu í
góðu lagi er hægt að halda þessari "ræktunarlausn" út ræktunartímann. Dragi hins vegar úr
aldingæðunum, eða ef kalímagnið í beðunum er of lágt, er tímabundið skipt aftur yfir í
"upphafslausnina".