Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 127
117
felst öflun fræs bæði utan lands og innan, rannsóknir á frægæðum svo og skráning,
dreifing og geymsla fræs. Rannsóknastöðin veitir sömu þjónustu til skógræktarfélaga og
annarra aðila, sem fást við trjáplöntuuppeldi, ef þess er óskað.
ERFÐ ARANNS ÓKNIR
Rannsóknir á tegundum og kvæmum skipa enn sem fyrr mikilvægan sess í starfinu á
Mógilsá. Viðfangsefnin eiga sér mörg hver aðdraganda sem er jafn langur og saga
skógræktar á fslandi. Tilgangur rannsóknanna er að flýta fyrir árangi af skógrækt og
landgræðslu með því að finna og þróa efnivið (arfgerðir), sem vaxið getur og dafnað við
hin fjölbreytilegu skilyrði sem þeim bjóðast hér á landi. Reglulega er fylgst með um 50
samanburðartilraunum með kvæmi og tegundir.
Unnið er að því að koma upp söfnum af trjátegundum, sem geta vaxið á íslandi, á
völdum stöðum á landinu. Aðal söfnin verða að Múlakoti í Fljótshlíð og á Hallormsstað,
þar sem kjami af gömlum gróðursetningum er fyrir hendi og vaxtarskilyrði sérlega hentug
fyrir tijárækt.
Tveir sérfræðingar starfa á sviði erfðarannsókna, skógfræðingamir Þórarinn
Benedikz og Aðalsteinn Sigurgeirsson.
RÆKTUNARTILRAUNIR
Viðamestu ræktunartilraunir á vegum Rannsóknastöðvarinnar tengjast svonefndu iðnviðar-
verkefni með ösp. í tilraununum er m.a. verið að kannað, hver sé heppilegasti þéttleiki
planma, hvort þörf sé áburðar og þá hvaða efni vanti helst. Einnig verður athugað hvort
heppilegt sé að blanda á sama svæði ösp og sitkagreni og þá með hvaða millibili.
Viðamestu tílraunimar em í Sandlækjarmýri í Gnúpverjahreppi og á Hvanneyri, en þar
hefur verið sett út jarðvinnslutilraun, þar sem reynt verður að finna heppilega aðferð við
jarðvinnslu til undirbúnings aspargróðursemingu í framræsta mýri.
f undirbúningi er stór samnorræn tílraun með ræktun og uppeldi á lerki. Miklar
vonir era bundnar við samstarf þetta því þekking á lerkirækmn hefur verið mjög
takmörkuð í okkar heimshluta. Sigvaldi Ásgeirsson skógfræðingur hefur umsjón með
ræktunartæknitilraunum.
Unnið er með vefjaræktun á birki á vegum Rannsóknastöðvarinnar, með styrk frá
Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Árangurinn er mjög góður og miklar vonir eru bundnar við
að tæknin muni skila skógrækt miklu í framtíðinni. Þuríður Yngvadóttir líffræðingur hefur