Ráðunautafundur - 15.02.1992, Síða 130
120
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1992
Nytjaskógrækt á bújörðum - skógræktaráætlanir
Sigvaldi Ásgeirsson
Rannsóknastöð Skógrœktar ríkisins, Mógilsá
INNGANGUR
Áætlanadeild Skógræktar ríkisins sér um samskipti Skógræktarinnar við bændur vegna
nytjaskógræktar á bújörðum. Miðstöð áætlanagerðar er á aðalskrifstofu Skógræktarinnar á
Egilsstöðum. Þar starfa Amór Snorrason og Rúnar ísleifsson að áætlanagerð og sjá þeir fyrst
og fremst um áætlanagerð vegna Héraðsskóga, en þeir sinna einnig Norðlendingum (Amór).
Hjá áætlanadeild starfar einnig Sigvaldi Ásgeirsson í hlutastarfi og hefur aðsetur á Rannsókna-
stöð Skógræktarinnar á Mógilsá. Hann sér fyrst og fremst um Suðurland, en sinnir einnig
Vesturlandi (Borgfírðingum og Kjósinni).
SVÆÐI SEM SKÓGRÆKTIN VIÐURKENNIR HÆF TIL NYTJASKÓGRÆKTAR
Aðeins er veittur styrkur til nytjaskógræktar á bújörðum í þeim hémðum landsins, sem
Skógrækt ríkisins telur vera best til þess fallin, miðað við þá þekkingu, sem fyrir hendi er í
dag.
Þessi svæði em: Innanvert Fljótsdalshérað, valdir staðir í S-Þingeyjarsýslu, innanverður
Eyjafjörður, innanverð Blönduhlíð í Skagafirði, Borgarfjarðardalir, innanverður Hvalfjörður,
uppsveitir Ámess- og Rangárvallasýslna, Skaftártunga og heiðalönd á Síðu. Þetta er að
sjálfsögðu ekki óumbreytanleg skipan mála, heldur verður málið skoðað, eftir því sem meiri
reynsla fæst af tilraunum á öðmm svæðum.
Ekki er nóg að bújörð sé á einhverju þessara svæða. Landið verður einnig að fullnægja
ákveðnum skilyrðum, einkum hvað varðar gróðurfar og jarðvegsþykkt. Ekki er áhugi á að taka
óframræstar mýrar undir skógrækt, nema í undantekningartilvikum. Kemur þar hvorttveggja
til, að skógrækt er þar dýr, en einnig tillit til náttúmvemdarsjónarmiða. Einnig er miðað við,
að ekki sé ræktaður nytjaskógur hærra yfir sjó en 200-300 m.