Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 131
121
EFTIRTALDIR KOSTIR BJÓÐAST BÆNDUM VEGNA NYTJASKÓGRÆKTAR Á
BÚJÖRÐUM
Á þeim landsvæðum, sem Skógrækt ríkisins viðurkennir hæf til nytjaskógræktar, greiðir ríkið
allan kostnað við ræktunina, þ.m.t. jarðvinnslu, framræslu, gróðursetningu (þar með talin kaup
á plöntum og flutningur þeirra til bóndans), áburðargjöf, ráðgjöf og skipulagningu. Allir eru
kostnaðarliðimir verðlagðir skv. reynslu Skógræktar ríkisins. Inni í vinnuliðum taxtanna eru
verkfærakostnaður, flutningur á fólki og áhöldum, umsjón, og kostnaður vegna fæðis.
Hins vegar tekur ríkið hvorki þátt í girðingakostnaði né vegagerð vegna skógræktar-
innar. Friðun fyrir búfjárbeit er forsenda þess, að hægt sé að hefja skógrækt, en friðunin er
algjörlega mál bóndans. Þessir tveir liðir, vegagerðin og friðunin eru áætlaðir 20% af heildar-
kostnaði, en skv. lögum greiðir ríkið 80% af heildarkostnaði við nytjaskógrækt á bújörðum.
Vonandi verður á þessum vetri lokið samningum við þá bændur, sem eru byrjaðir í
skógrækt. Til stendur, að samningnum verði þinglýst sem kvöð á jörðinni. Hugsunin á bak
við þinglýsinguna er sú að tryggja, að ekki sé hægt að taka skógræktarsvæðið síðar til
annarrar notkunar, sem stríðir gegn markmiðunum með skógræktinni. Einkum er talið að reynt
geti á þetta, ef jörðin skiptir um eigendur.