Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 141
131
TÆKNI VIÐ TÖLVUSAMSKIPTI
Eins og fyrr var vikið að hefur þróun í tölvusamskiptatækni verið ör á undanfömum árum,
sem skilað hefur meiri hraða og öryggi í gagnasendingum milli tölva. Skal hér getið helstu
verkfæra í þessu sambandi.
Mótald er tæki sem breytir stafrænum merkjum frá tölvu í hljóðmerki, sem senda má
eftir símalínu, og öfugt. Mótald er því samskiptatæki milli tölvu og síma og þarf tvö mótöld
beggja megin símalínunnar til að samskipti geta átt sér stað milli tölva. Sífellt skilar tæknin
öflugri og ódýrari mótöldum og nú kosta þau um 20 - 30 þúsund krónur.
Tölvusamskipti geta farið fram með ósamhæfðum eða samhæfðum hætti. Samhæfðar
sendingar eru mun þróaðri en ósamhæfðar og í stuttu máli má segja að með samhæfðum
sendingum náist mun meiri flutningshraði gagna, og öryggi gagnasendinga eykst stórlega.
Baud er mælieining fyrir flutningshraða gagna í bitum á sekúndu. (Skamst. hér á eftir b/s).
Samskipti einkatölva eftir upphringilínu verða með ósamhæfðum hætti og næst mesti hraði
2400 b/s með þeim mótöldum sem eru algengust í dag. Með því að tengjast gagnaneti Pósts
og Síma eru gögn send með samhæfðum hætti og má ná margföldum flutningshraða á við
sendingar eftir upphringilínu. Hins vegar er sú lausn dýr en hagkvæm, ef um mikinn og tíðan
gagnaflutning er að ræða.
Það er ekki nóg að ná góðum hraða á gagnaflutningi eftir upphringilínu heldur þarf
að tryggja að gögnin komist óbrengluð á leiðarenda. Til þess að tryggja öruggari sendingu
hafa verið framleidd mótöld með sérstakan búnað sem ver gögnin í sendingu. Dæmi um slíkan
tæknibúnað er MNP-4 og MNP-5 ( MNP er skammstöfun á Microcom Networking Protocol)
þar sem sá síðamefndi, auk þess að veija gögnin, þjappar gögnum saman þannig að ná má
4800 b/s flutningshraða með 2400 b/s mótaldi. Hins vegar verða mótöldin beggja vegna
línunnar að vera búin þessum búnaði til að nýta þennan eiginleika. Framleiðendur mótalda
fylgja svokölluðum CCl i'l stöðlum (auðkenndir með bókstafnum V) sem tryggir að þau geti
unnið saman þó að þau séu frá mismunandi framleiðendum. CCITT er alþjóðleg staðalnefnd
sem setur staðla í tölvusamskiptum. Algengasti staðallinn fyrir einkatölvur hefur verið V.22,
sem situr reglur um tölvusamskipti á flutningshraðanum 1200 b/s. Mótöld sem ráða við
flutningshraðann 2400 b/s eru ráðandi á markaðnum í dag og fylgja þau staðlinum V.22bis,
auk þess að geta fylgt staðlinum V.22.
Til viðbótar við V staðla hefur CCITT gefið út staðalinn V.24/V.28 sem setur reglur
um vélbúnað varðandi samskipti milli einkatölvu og mótalds.
Seinna verkfærið í tölvusamskiptum er samskiptaforrit, en það er hugbúnaður sem