Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 143
133
hvaða PC formi sem er) eða tölvumyndar. Einnig er hægt að senda allt í senn í einni
sendingu. Sendandi póstsins getur óskað eftir að fá kvittun til baka þegar og ef viðtakandi
opnar póstínn. Þegar notandi fær póst, lætur póstkerfið hann vita að póstur hafi borist tíl hans
þó svo hann sé þá stundina að vinna í öðru verkefni á netinu. Ef viðkomandi er ekki
innanhúss eða slökkt er á tölvunni, þá geymist allur sendur póstur óopnaður í pósthólfi hans.
Þegar póstur er skoðaður er hægt að velja um að skoða hann á skjá og/eða prenta hann út á
prentara. Ennfremur er mögulegt að stofna til sameiginlegrar tölvuráðstefnu á tölvupóstkerfinu
um eitthvert málefni. Slík ráðstefna gætí verið vettvangur fyrir leiðbeiningaþjónustu um
tíltekin mál, t.a.m. fagmál búgreina.
Með tilkomu tölvupóstkerfisins hefur verið leystur einn þáttur tölvusamskipta milli
Búnaðarfélagsins og búnaðarsambandanna. Búnaðarsamböndin geta tengst póstkerfinu í
fjarvinnslu og hafa þau þá pósthólf eins og hver annar notandi tengdur tölvuneti
Búnaðarfélagsins. Þannig getur starfsfólk Búnaðarfélagsins sent póst til einhvers
búnaðarsambands og öfugt. Pósturinn getur verið bréf eða gagnaskrá sem koma þyrfti í
miðlægan gagnabanka Búnaðarfélagins. Að sjálfsögðu getur héraðsráðunautur fengið gögn,
með sama hættí, á tölvutæku formi úr gagnabönkum Búnaðarfélagsins. Þegar hafa þrjú
búnaðarsambönd komið sér upp fjarvinnslueiningu til að tengjast póstkerfinu, en það eru
búnaðarsambönd Eyjarfjarðar, Kjalamess og VestQarða. Á árinu verður lokið við að tengja
öll búnaðarsamböndin.
Beinn aðgangur búnaðarsambanda að tölvuneti Búnaðarfélagsins
Með öflugum samskiptaforritum er kleift að taka yfir stjóm annarrar tölvu sem haft er
samband við eftir upphringilínu. Samskiptaforritið Carbon Copy er dæmi um eitt slíkt forrit,
en búnaðarsambönd eiga einstak af forritinu. í tengslum við bændabókhaldið Búbót hafa verið
gerðar tílraunir með slíkar ’tölvuyfirtökur’ og hefur árangur verið viðunandi. Með þessum
hætti geta héraðsráðunautar tengst tölvunetí Búnaðarfélagsins og keyrt upp þau forrit sem
þeim yrði gefin aðgangur að. Ef um forrit með mikilli myndrænni framsetningu er um að
ræða, svo sem forrit sem keyrir undir gluggakerfmu Windows, gengur þessi lausn ekki
einfaldlega vegna þess hve hægvirk hún er. Hins vegar ef aðeins væri verið að gera
fyrirspumir í gögn gengur hún vel. Þessi tenging takmarkast við að aðeins eitt búnaðar-
samband getur verið tengd samtímis. Samhliða tengingu búnaðarsambanda við tölvupóstkerfið
verða gerðar tílraunir með þessa tengingu og verður tölvukerfið Fengur reynt í því sambandi.