Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 144
134
Eitt allsherjartölvunet bændasamtakanna - Framtíðarlausn
Framtíðarlausn á tölvusamskiptum milli ýmissa stofnanna landbúnaðarins og bændasamtak-
anna er að tengjast X.25 gagnaneti Pósts og Síma. Með þeim hætti mætti tengja alla aðila
einu allsherjartölvuneti þar sem allir hefðu sama tölvuumhverfi og kæmust í miðlæga
gagnabanka landbúnaðarins. Enn sem komið er, er kostnaðurinn mikill við þannig tengingu,
en tæknilega séð eru engar fyrirstöður. Á 2. mynd má glöggt sjá slíkt net Búnaðarfélagins og
búnaðarsambanda þar sem einkatölvunet þessara aðila tengjast saman í gegnum X.25 gagnanet
Pósts og Síma. Svokallaðar gáttir gera þessa samtengingu mögulega eins og sjá má á
myndinni. Með slíkri tengingu tengdust allir tölvupóstkerfi og hefðu aðgang að Hinni íslensku
jarðabók svo eitthvað sé nefnt. Hin íslenska jarðabók er hugmynd að öflugu tölvukerfi og er
samstarfsverkefni Búnaðarfélags íslands og Framleiðsluráðs. Henni er ætlað að hafa aðgang
að öllum tölvutækum gögnum um hvert lögbýli landsins, svo sem upplýsingar um ábúendur,
eigendur, framleiðslu, fullvirðisrétt, bústofn, forða, jarðabætur, ræktað land, hagtölur
landbúnaðarins, hlunnindi, fasteignir o.s.frv. Nemar úr Tölvuháskóla Verslunarskóla íslands
vinna nú að greiningu, hönnun og fyrsta hluta Hinnar fslensku jarðabókar. Undirrituðum er
ljóst að hér er um geysistórt tölvukerfi að ræða sem verður að vinna í áföngum og vinnst
aðeins með góðu samstarfi allra stofnanna landbúnaðarins og bændasamtakanna og gegnir
landbúnaðarráðuneytið þar lykilhlutverki. Samhliða gerð tölvukerfisins verður að endur-
skipuleggja ýmis gagnamál landbúnaðarins til að tryggja að rétt gögn séu á réttum stað á
réttum tíma. Hin íslenska jarðabók er aðeins dæmi um möguleikana á hugbúnaðargerð sem
opnast með auknum tölvusamskiptum bændasamtakanna.
2. mynd. Beinn tölvuaðgangur búnaðarsambanda að tölvukerfi Búnaðarfélags fslands með tengingu við gagnanet
Pósts og Síma.