Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 147
137
gefur góða vísbendingu um júgurheilbrigði og í því felst aðallega mikilvægi þessa þáttar, en
auk þessa er mjólk með háa frumutölu lélegra hráefni til framleiðslu mjólkurvara.
Önnur hlið þessara þátta vil ég aðeins minnast á hér, en hún hefur ekki verið mjög til
umræðu. Þetta er spumingin um það hvað neytandinn ætlast til. Neytandinn er að kaupa
ákveðna vöru sem er ffamleidd úr hráefnum, við aðstæður og með aðferðum sem hann sættir
sig við. Gott dæmi um þetta er framleiðsla á smurðu brauði sem fram færi í óhreinum kjallara
við lélegt hreinlæti. Neytandi sem sér slíkt hefur ekki hug á að neyta vörunnar jafnvel þó hún
uppfylli allar kröfur um gerlafjölda. Sama er að segja ef í áleggið eða brauðið væri notað
lélegt hráefni.
Þessi lögmál gilda ekkert síður í mjólkurframleiðslu. Bóndinn, sem og mjólkurstöðin,
þurfa á hveijum tíma að vera reiðubúin til þess að sýna aðstöðu, aðferðir og gera grein fyrir
vöru sinni. Túlkun á reglugerðinni getur vafist fyrir sumum og því ætla ég að taka þetta fyrir
sérstaklega. Snúum okkur því aftur að reglugerðinni sjálfri og tökum raunverulegt dæmi um
flokkun og gerum okkur grein fyrir því:
(sjá glærur)
Mikiivægt undanþáguákvæði er í grein 29.1 lið h. Þar er veitt heimild til undanþágu
frá ákvæði um flokkun samkvæmt frumutölu. Yfirdýralæknir mun setja nánari reglur um þetta
ákvæði en það er fyrst og ffemst ætlað þeim sem ekki hafa náð tökum á júgurbólguvandanum
þrátt fyrir sýnda viðleitni.
Auk flokkunar eru nokkrar aðrar breytingar. í fyrsta hluta reglugerðarinnar, þar sem
fjallað er um hinar ýmsu vörutegundir, er bætt inn nokkrum skilgreiningum. Mun ég ekki fara
nánar út í þá sálma nema þess sé sérstaklega óskað.
f 23. grein eru þær breytingar að gerð er krafa um borð í mjólkurhúsi auk þess sem
fellt er niður ákvæði um vatnsþrær, en slíkt mun heyra sögunni til.
í 24 grein er fjallað um uppsetningu og eftirlit með mjaltabúnaði. Á árinu 1988 komu
út nýjar samnorrænar reglur um þetta og eru þær hér með teknar inn í íslenskar reglur.
Grein 26.4 er breytt en þar er gefin heimild til að flytja mjólk í brúsum eða öðrum
geymum ef nauðsyn krefur.
Ákvæði um fúkalyf hefur verið hert nokkuð, en er þó vel innan þeirra marka sem
miðað er við þegar útskolunartímar lyfja eru ákvarðaðir. Vert er að benda á í þessu sambandi
að vera vel á varðbergi fyrir geldstöðulyfjum. Nokkur brögð hafa verið að því að slys hafi
orðið af þessum sökum. Sem betur fer er nú gott eftirlit með fúkalyfjum hjá mjólkurstöðvum