Ráðunautafundur - 15.02.1992, Qupperneq 153
143
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1992
Sinubruni og rannsóknir á áhrifum hans
Sturla Friðriksson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
INNGANGUR
Snemma á þróunarskeiði manna er farið að taka eftir því, að nýgræðingur sprettur ört og
verður aðgengilegur á svæðum, þar sem eldur hefur eytt gömlum, uppsöfnuðum afrakstri
gróðurlenda. Þá þekkingu er unnt að nýta og svíða gróður til þess að auka fijósemi jarðvegs
og rýma fyrir nýjum eða nytsamari ársvexti. Með því má bæta beitiland fyrir veiðidýr og síðar
búpening. Og þannig má brenna ijóður í skóginum og planta eða sá til koms og grænmetis
í fijósaman öskuborinn jarðveg. Akurinn mátti hafa til ræktunar í nokkur ár, en síðan var unnt
að beita í ijóðrið, þar til það huldist skógi að nýju. Mátti þá enn svíða og svo endurtaka
ræktunina.
Landnámsmenn fluttu þessa kunnáttu með sér til íslands og fóru eldi um það land sem
þeir vildu nema og nýta til ræktunar og beitar fyrir innfluttan búpening. í Landnámu stendur:
"Menn skyldu eld gera, þá er sól var í austri, skyldu brenna til nætur. Síðan skyldu
þeir ganga til þess, er sól væri í vestri, og gera þar aðra elda", bls. 14.
Sæmundur hét maður suðureyskur er nam land undir Vatnsskarði og Sæmundarhh'ð.
Hann " fór eldi um landnám sitt", bls.207.
Ketill blundur bjó í Ömólfsdal." Hann lét ryðja víða í skógum og byggja þar". En þar
var áður þétt kjarr," svo að þar mátti eigi byggja", bls. 87-88.
(Landnáma, 1948)
Landnámsmenn sviðu víði- og birkikjarr kringum fyrstu bæjarstæðin. Til þessa bendir
fjöldi ömefna, svo sem Sviðugarður, Brennigerði, Váli og Vælugerði. Brenndur skógur var
nefndur sviðningur, en orðið váli þýðir "bolir og rætur brenndra trjáa eða trjástubbar á
sviðinni jörð" (Bjöm M. Ólsen 1910). Sviðningar þessir vom ekki alltaf gerðir af ásettu ráði,
en urðu stöku sinnum vegna óhappa, ef óvarlega var farið með eld, eins og sagt er í frásögn
af Ölkoffa, sem gerði til kola í Þingvallahrauni skömmu eftir aldamótin 1000:
"Eldurinn hljóp í skóginn. Brann sá skógur fyrst allur, er Ölkofri átti, en síðan hljóp
eldur í þá skóga, er þar vom næstir, og bmnnu skógar víða um hraunið. Er þar nú
kallað á Sviðningi", (Ölkofra Saga 1953).