Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 156
146
LOKAORÐ
Augljóst er að við sviðninguna
brennur sinan og mosinn og
jarðvegurinn verður opnari og
vaxtarrýmið meira fyrir nýjan
gróður. Geta því skriðul grös
og fræplöntur aukist og fjölgar
þeim á kostnað mosans. Sinan
og mosinn einangra svörðinn á
óbrenndu landi, en við brun- 3. mynd. Þekja (%) einstakra plöntuhópa. Engi 1980.
ann opnast svörðurinn og ljós fær greiðan aðgang að vaxtarsprotanum. Þar fer klaki fyrr úr
jörð á vorin en úr óbrenndu landi. Við brunann eru steinefni sinunnar leyst úr læðingi og
verður jarðvegur því fijórri en áður. Er eftirtektarvert, að á brenndu landi er nýgrasðingur
dökkgrænn og auðugur af eggjahvítu.
Fé sækir mikið í gróður sviðins lands. Var talið að fráfæmfé héldist kyrrt í högum á
sviðnum blettum, þar sem sina hafði verið brennd um vorið.
Enda þótt sinubrenna geti verið til bóta þarf að gæta þess að brenna ekki skóglendi.
Eins væri nær að nýta afrakstur mýranna betur með beit að sumri svo ekki þurfi að brenna
þar sinu vorið eftir.
Heimildir
Annálar 1400 - 1800, Reykjavík: 1922: Skarðsárannáll I, 1: 236.
1940: Sjávarborgarannáll IV, 1: 275.
Bjöm M. Ólsen, 1910. Um komyrkju á íslandi aö fomu. Búnaöarritið: 81-67.
Grágás 1852. I.b. 94.
Grétar Guðbergsson, 1975. Myndun móajarðvegs í Skagafirði. fsl. landbún. 7, 1-2: 20-45.
Guðmundur Halldórsson, 1992. Áhrif sinubruna á smádýralíf. Ráðunautafundur 1992.
Jón Espólín, 1827: íslands Árbækur, 6. deild.
Jónsbók, 1904: 158.
Landnáma, 1948. Bls. 14, 87-88 og 207.
Sigurður Þórarinsson, 1944. Tefrokronologiska Studier pá Island: 173-203 og 213-215.
Sigurður Þórarinsson, 1948. Sviðningar á íslandi til foma. Skrafað og skrifað. Helgafell, Reykjavík: 41-54.
Sturla Friðriksson, 1963. Áhrif sinubmna á gróðurfar mýra. Freyr 59: 78-82.
Ölkofra saga, 1953. fslendinga sögur XII: 92.