Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 158
148
ljós: Nýgræðingur tók fyrr við sér um vorið, þar sem brennt var, og klaki fór fyrr úr jörðu.
Sauðfé sótti mun meira í brennt land en óbrennt. Samkvæmt efnagreiningu kom í Ijós, að
prótein er mun meira í gróðri á brennda landinu, sérstaklega framan af sumri, en er á leið
minnkaði sá munur nokkuð. Uppskera var hins vegar meiri af óbrenndu landi, en stærri hluti
hennar var tréni. Sina og mosi hurfu að mestu og meiri möguleikar sköpuðust fyrir skriðul
grös, sem fjölgaði á kostnað mosans.
Lokaorð dr. Sturlu eru þessi:
"Enda þótt sinubrennsla geti verið til bóta er hins vegar illt að eyða lífrænum efnum
á þennan hátt. Væri nær að nýta betur afrakstur mýranna, t.d. með hrossabeit,
holdanautum eða skipulagðri beit sauðfjár."
ERLENDAR RANNSÓKNIR
Víða erlendis hefur brennsla lands tíðkast um aldir. Skógar voru ruddir og brenndir til að
opna rjóður og rækta komtegundir í ffjósömum öskubomum jarðveginum. Steppubúar halda
við þeirri ræktunaraðferð að brenna þurran og visinn gróður frá fyrra ári til þess að búa í
haginn fyrir nýja sprettu og bæta þar með beitiland fyrir búsmala eða veiðidýr. Brasilíumenn
o.fl. brenna oft mnna á kaffiökrum í stað plægingar, og gefst það vel. Eins er það alþekkt
að brenna hálm á ökxum þar sem komyrkja er stunduð. Þó að erfitt sé að heimfæra
niðurstöður erlendra rannsókna að íslenskum aðstæðum er hér birt stutt yfirlit um helstu
niðurstöður sem tiltækar vora.
Jarðvegsraki minnkar nokkuð við brennslu.
Próteinmagn í þeim gróðri sem vex af brenndu landi er hærra en af óbrenndu.
Víða er brennt í þeim tilgangi að drepa lirfur og skorkvikindi og koma í veg fyrir
sýkingarhættu. Brennsla getur aukið hreysti plantna, frjómyndun og fræmyndun.
Við brennslu tapast alltaf eitthvað af köfnunarefni út í loftið. Jarðvegshid er meiri
framan af sumri f brenndu landi og gróður tekur fyrr við sér á vorin og myndar meiri
vöxt í blómstilkum.
Brennsla hefur lítil áhrif á tegundafjölda, en eykur þurrefni jurtanna. Þau áburðarefni,
sem losna við brennslu, nýtast jarðveginum vel.
NIÐURSTÖÐUR TILRAUNAR Á HVANNEYRI
Efnainnihald og uppskera
Við efnagreiningu kom í ljós að uppskera af brenndu landi var próteinauðugri en af óbrenndu.