Ráðunautafundur - 15.02.1992, Side 159
149
Munurinn er mestur þar sem oftast var brennt. Erlendar heimildir greinir á um það atriði og
benda sumar þeirra á að sú hætta sé fyrir hendi að köfnunarefnið tapist út í loftið við
brennsluna en kunni þó að skila sér fljótt aftur með úrkomu og nýtast til próteinmyndunar.
í uppskeru af brenndu landi var einnig meira af fosfór og kalí en af óbrenndu og er það í
samræmi við erlendar niðurstöður. Á brenndu landi var munur á efnainnihaldi uppskerunnar
mestur í fyrri slætti. Það bendir til þess að eftir brennslu verði efnaupptaka plöntunum
auðveldari. Auk þess getur verið um samverkandi áhrif næringarefnanna að ræða, þannig að
aukning á fosfór og kalí, sem var í fyrri slætti, hafi leitt til betri nýtingar á köfnunarefninu
og valdið aukningu á próteini við brennsluna. Þótt heildaruppskera væri að jafnaði mest þar
sem aldrei var brennt er það fyrst og fremst vegna uppsafnaðrar sinu. Hins vegar sótti sauðfé
heldur meira í brennda landið. Tilraun var gerð til þess að kanna, hvort askan hefði eitthvert
áburðargildi. Var hún gerð með ræktun hafra í litlum pottum. Tilraunin stóð aðeins í eitt
sumar, en niðurstöður hennar bentu til þess að áburðargildi öskunnar væri lítið sem ekkert.
Gróðurfarsbreytingar
Gróðurfarsbreytingar urðu dálitlar við brennslu og þær helstar að við brennslu tilraunalandsins
komu inn tegundir eins og vallarsveifgras, lógresi, háleggjastör, mýrafjóla og sýkigras, en
tegundir eins og smjörgras, bláberjalyng, vetrarkvíðastör og gullmura hurfu. Tegundum sem
fækkar við brennslu, eru m.a. klófífa, blávingull, skriðlíngresi og komsúra. Hins vegar
fjölgaði tegundum eins og túnvingli, belgjastör og brjóstagrasi.
Þá kom einnig fram að gróður er fjölþættari og öðmvísi á þúfum en milli þúfna. Þó
að öriítið vottaði fyrir fjölgun tegunda þar sem brennt var þá var sú fjölgun mjög lítil. AIls
fundust 25 tegundir á öllu tilraunasvæðinu. Þær gróðurfarsbreytingar sem komu ffam við
þessa athugun vora ekki miklar, en geta verið vísbending um þær gróðurfarsbreytingar sem
átt geta sér stað við sinubrennslu.
Hafa skal í huga að tilraunin stóð aðeins í 4 ár og aðeins var brennt annað hvert ár þar
sem oftast var brennt.
Loft- og jarðvegshiti
Lofthiti í 30-50 cm hæð yfir jörðu reyndist svo til nákvæmlega sá sami á brenndu landi og
óbrenndu. Sá litli munur sem kom fram var í þá átt að hitastigið var örlítið hærra yfir
brenndum reit. Þessi munur varð mestur 0,4 °C og það ekki nema örsjaldan á mælingar-
tímanum og helzt þegar um mikinn hitamun var að ræða milli athugunartíma. Nákvæmni við