Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 164
154
RÁÐNAUTAFUNDUR 1992
Athugun á vistfræðilegum áhrifum sinubruna
Þóra Ellen Þórhallsdóttir
og
Magnús H. Jóhannsson
Líffrœðistofnun háskólans, Grensásvegi 12, 108 Reykjavík
INNGANGUR
Á íslandi hefur sina verið brennd frá ómunatíð í þeim tilgangi að fá betra beitiland fyrir búfé.
Á síðastliðnum árum hafa mönnum orðið ljós hin víðtæku áhrif sem eldurinn hefur á gróður,
jarðveg og dýralíf og sumir hafa jafnvel dregið í efa að sinubrunar geri það gagn sem ætlað
hefur verið (sjá t.d. Andrés Amalds og Ólaf Dýrmundsson 1981 og Helgu Edwald o.fl. 1989).
Bent hefur verið á að sinubrunar geti haft mikil áhrif á fuglalíf með því að eyðileggja
hreiður eða skemma varpstæði auk þess sem bruninn geti skaðað líf í jarðvegi. Þegar til
lengri tíma er litið, gætu tíðir sinubrunar einnig leitt til næringarsnauðari jarðvegs þar sem
hluti steinefnanna getur fokið burt í léttri öskunni (Christensen 1987). Eriendis hefur
uppblástur einnig verið tengdur sinubrunum (Imeson 1971, Kinako & Gimingham 1980,
Andrés Amalds, munnl. uppl.). Bmni hefur líklega alltaf einhver og oftast vemleg áhrif á
tegundasamsetningu gróðurs (Gimingham 1972). Vitað er að plöntutegundir þola eld misvel
(Trabaud 1987) og ræðst þol þeirra m.a. af því hvar vaxtarbroddamir em staðsettir á plöntunni
(ofanjarðar, í sverði eða neðanjarðar) og hvemig þeir eru varðir (Hobbs & Gimingham 1984,
Mallik & Gimingham 1985). Áhrif sinubmna á tegundasamsetningu geta líka falist í breyttri
samkeppnisaðstöðu tegunda. Þannig getur bmni komið mishart niður á tegundum eftir því
hvenær þær hefja vöxt að vori.
Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum sinubmna á næringargildi og
meltanleika gróðurs (t.d. Sturla Friðriksson 1963, Ámi Snæbjömsson 1973). Ekki er mér
kunnugt um að framleiðni hafi verið borin saman á brenndu landi og óbrenndu (sjá samt
Sturlu Friðriksson 1963). Val á samanburðarsvæði við brennda landið er þó ekki einhtítt.
Auðveldast er að brenna helminginn af t.d. framræstum mýrarfláka, en óbrennda svæðið hefur
þá verið brennt áður og tegundasamsetning þess, og þar með uppskera, væri líklega önnur
hefði það aldrei verið brennt. Hinn kosturinn er að bera saman tvö svæði sem em sem líkust