Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 165
155
að öllu öðru leyti en því að annað hefur verið brennt en hitt ekki. Það gefur auga leið að slík
svæði er erfitt að finna en það er þó e.t.v. hægt.
Sáralítið hefur birst á prenti um rannsóknir á vistfræðilegum áhrifum sinubruna. Ekki
er vitað hversu heitur eldurmn verður hérlendis, né hversu mikið eða langt niður jarðvegurinn
hitnar sem ræður augljóslega miklu um áhrif á jarðvegsfánuna. Ekkert er vitað um áhrif á
næringarbúskap jarðvegs, t.d. um hversu mikið af steinefnum glatast þegar aska fýkur burt og
sest íjarri brunastað, né heldur um áhrif þess að t.d. nítröt brenna. Nær ekkert er vitað um
áhrif á gróðurfar, hvorki þegar til skamms eða langs tíma er litið.
Hér er greint frá frumathugun á vistfræðilegum áhrifum sinubruna á framræsta mýri
í Gaulveijabæ í Flóa sumarið 1989. Rannsóknimar tóku til hitastigs í brunanum ofanjarðar,
í sverði og neðanjarðar og til áhrifa á frost í jörðu. Skammtímaáhrif á gróður voru könnuð
með því að bera saman hlutdeild tegunda í þekju á brenndu og óbrenndu landi. Einnig var
gerð skoðanakönnun meðal bænda í Ámessýslu þar sem leitað var eftir upplýsingum um
sinubruna, m.a. hvers vegna menn vildu brenna land, hvers konar land væri brennt og hversu
oft. Verkefnið var að mestu unnið fyrir styrk úr Pokasjóði Landvemdar en Háskóli íslands
stóð straum af öðmm kostnaði.
SKOÐANAKÖNNUN
1. Framkvœmd
Könnunin var gerð meðal bænda í Ámessýslu. Sent var bréf með spumingalista tíl 50 bænda,
sem valdir vora af handahófi úr símaskrá. Spurt var hvort viðkomandi brenndi sinu og þá
hversu oft, hvers konar landi væri brennt og hversu langur tími liði milli þess að sama landið
væri brennt. Þá var spurt hvemig brennda landið væri nýtt og hvaða kosti viðkomandi teldi
helsta við sinubrana. Skrifleg svör bárast ffá 11 bændum. Hringt var í hina og fengust
þannig svör ffá alls 35.
2. Niðurstöður og umræða
Af þeim sem svöraðu, vora aðeins tveir sem ekki brenndu sinu. Var annar eingöngu með
hross en hinn svínabóndi. Hinir 33 sögðust allir brenna sinu og vora svör þeirra nánast á einn
veg.
Allir sem í úrtakinu lentu, brenndu einungis óáborið beitiland. Flestir (26) sögðust
brenna ffamræst mýrlendi, en 17 sögðust einnig brenna þurrara land (valllendi, graslendi,
mólendi eða tún). Landið virtist notað nokkuð jafnt til beitar fyrir sauðfé (24), nautgripi (26)