Ráðunautafundur - 15.02.1992, Síða 167
157
beitar. Hólfið er stórt og sáust lítil merki beitar en í byijun maí voru í því nokkur hross.
Landið hafði ekki verið brennt í 2 ár (síðast 1987). Ríkjandi tegundir á athugunarsvæðinu
voru snarrót, vinglar og língresi en auk þeirra fundust 4 aðrar grastegundir, 7 tegundir
hálfgrasa (einkum starir og hrossanál), 14 tegundir tvíkímblaða jurta og 3 tegundir elftinga.
Talsverð sina var í sverði og mældist sinuþykkt 10-15 cm. Reynt var að velja stórt einsleitt
svæði. Helmingur þess var brenndur en skipting milli brennda svæðisins og viðmiðunarreits
réðst af vindátt daginn sem brennt var. Innan hvors svæðis var settur upp 50 x 50 m
athugunarreitur.
Sina brennd. Árið 1989 var vorkoma óvenju sein og síðast í apríl var úthagi í lágsveitum
Ámessýslu enn að mestu undir snjó. Var að lokum afráðið að sækja um undanþágu til að
brenna ef til þess gæfist færi í fyrstu viku af maí. Var það gert og var brennt 7. maí. Gengið
var úr skugga um að engin hreiður væru á svæðinu sem átti að brenna. Lofthiti og vindátt
voru skráð og vindstyrkur metinn (sunnan 3 vindstig, léttskýjað, 9°C). Brennt var á móti
vindi til að bruninn yrði eins fullkominn og hægt væri.
Hitamœlingar voru gerðar á brennda svæðinu meðan eldurinn fór yfir. Notaðir voru tveir
"Thermocouple" hitamælar frá íslensku fyrirtæki, Hugrúnu, sem sérhæfir sig í tölvumælum.
Mælt var á 4 hæðarbilum sem hér segir: á 0,5 cm dýpi, í yfirborði, í 2 cm hæð og í 5 cm hæð
frá jörðu. Tveir mælar voru notaðir þannig að á hveijum stað var hægt að mæla á tveimur
hæðarbilum. Alls var mælt á 10 stöðum en ekki reyndist unnt að fá hitamælana til að virka
fullkomlega sökum einhveira galla í tölvu eða forriti. Því eru til fleiri mælingar í 2 cm hæð
en í 5 cm hæð og fleiri mælingar á 0,5 cm dýpi en yfirborðsmælingar.
ísmœlingar. Þykkt jarðvegs niður á klaka var mæld 20 sinnum á hvoru svæði með álstöng
sem stungið var lóðrétt í jarðveginn þar til hún komst ekki lengra. Þykktin var síðan mæld
með málbandi á álstönginni eftir að hún hafði verið dregin upp. Þessar mælingar voru gerðar
áður en brennt var og síðan með viku millibili meðan enn fannst klaki.
Gróðurmcelingar. Innan hvors 50x50 m athugunaireits vom valdir 20 smáreitir (50x50cm) af
handahófi. Hver reitur var merktur og í honum mæld þekja allra háplöntutegunda, fyrst einni
viku eftir bmnann og svo með 1-2 vikna millibili eftir það, alls 5 sinnum. Notaðar vom sk.
oddamælingar í 50x50 cm ramma en þær byggjast á því að skrá snertingar plantna við mjóan
prjón sem rekinn er lóðrétt í gegnum gróðurþekjuna. Skráðar vora snertingar við 100 prjóna
í hverjum ramma. Háplöntur vom greindar til tegunda, en hópaðar saman í grös, hálfgrös og
tvíkímblöðunga fyrir fmmúrvinnslu. Áhrif bmnans vom könnuð með HSD prófi Tukeys.