Ráðunautafundur - 15.02.1992, Síða 168
158
2. Niðurstöður og umrceða
Hitamœlingar. Hitastig í brennandi gróðri er mjög breytilegt, og hefur hámarkshiti mælst allt
frá 200-1000°C (Gimingham 1972, Iwanami 1973, Christensen 1985). Hér mældist hiti
mestur 374°C í 5 cm hæð frá jörðu en hæstur 230°C í 2 cm hæð. Það kom hins vegar á óvart
að jarðvegur hitnaði lítið og áhrif brunans voru nær alveg bundin við yfirborð. Hiti mældist
hæstur 44°C í yfirborði. Sums staðar mældust engin áhrif niður í jarðveginn en hæstur fór
hitinn í 12 - 19°C á 0,5 cm dýpi. Líklegt má telja að rakastig sinu og yfirborðs skipti miklu
máli um það hvað hitastigið fór hátt. Úrkoma hafði verið talsverð, jafnvel snjókoma nokkrum
dögum fyrir brunann, en nokkurra daga þurrt hlé fékkst í 3 - 4 daga áður en vinna hófst.
Æskilegt hefði verið að bíða enn um sinn með að brenna, en það var ekki hægt.
Jarðklaki. Daginn sem brennt var, mældist meðalþykkt niður á klaka 10,7 cm á brennda
svæðinu en 13,7 cm á því óbrennda. Viku seinna var þykkt niður á klaka komin í 20,8 cm
á því brennda og 22,2 cm á því óbrennda. í annarri viku eftir bmnann var jarðvegur alls
staðar þíður. Það virðist því Ijóst að sinubruninn flýtti ekki, a.m.k. ekki þetta vorið, fyrir því
að frost færi úr jörðu en ekki reyndist marktækur munur á meðalþykkt niður á klaka viku eftir
bmnann. Þetta stangast bæði á við hald manna um að klaki fari mun fyrr úr brenndu landi
og einnig við niðurstöður Sturlu Friðrikssonar (1963) en í hans rannsókn sem gerð var í
Borgarfirði vorið 1962, fór frost fyrr úr brenndri en óbrenndri mýri. Fram kemur að þetta ár
(1962) var óvenju mikið frost í jörðu.
Hitamælingar í jarðvegi þremur vikum eftir bmnann sýndu heldur engan mun á
hitastigi milli brenndu og óbrenndu svæðanna.
Gróðurmœlingar. Brennda svæðið grænkað fyrr en það óbrennda (4. mynd) og þremur vikum
eftir bmnann var nýgræðingur marktækt meiri á brennda svæðinu en því óbrennda (p<0,001).
Eftir það minnkaði munurinn og var ekki tölfræðilega marktækur. Eins og sjá má á 5. mynd,
vom grös ríkjandi gróður. Þekja grasa var meiri á brennda svæðinu þremur vikum eftir að
brennt var (p<0,001). Munurinn var tæplega tölfræðilega marktækur eftir 4 vikur (p=0,06)
en rúmum fimm vikum eftir bmnann var enginn munur á svæðunum. Hálfgrösin vom fyrst
og fremst ýmsar tegundir stara en einnig var dálítið af vallhæm og hrossanál en enginn
marktækur munur var á þekju þeirra á brennda og óbrennda svæðinu (6.mynd). Nokkuð
margar tvfkímblaða jurtir fundust en samanlögð þekja þeirra var samt mjög lítil (7. mynd).
Miðað við grösin, virtist vöxtur þeirra fara heldur hægar af stað. Þær sýndu einnig aðra
svömn við brunanum; þeim virtist hafa fækkað á brennda svæðinu og er munur á þekju
hámarktækur (p<0,001) 5 vikum eftir að brennt var.