Ráðunautafundur - 15.02.1992, Page 185
175
framkvæmdaaðilum gert skylt að taka efni á viðurkenndum stöðum. Það hefur komið fyrir að
verktaki hefur boðið í vegagerð á þeim forsendum að taka efni á allt öðrum stað en
útboðsgögn gerðu ráð fyrir og Náttúruvemdarráð var búið að fallast á. Þá er erfitt að standa
í vegi fyrir því þegar verk er hafið. Ríkisstofnanir hafa undantekningarlítið samráð við
Náttúruvemdarráð um námur, en þeim svíður að sjá síðan heimamenn fara í hvem hól eða
námur sem þeir vom búnir að ganga snyrtilega frá, enda var það forsenda fyrir því að þeir
fengu að taka efni á viðkomandi stað. Það er engin spuming að jarðefni þarf að nema en betur
þarf að standa að því máli en hingað til.
Sumarhús
I dreifbýli er víða að verða meira þéttbýli en í hinum smæstu kaupstöðum og á ég þar við
sumarhúsabyggð. Ásýnd landsins hefur víða breytist mikið og þarf alvarlega að fara að hyggja
að því hvar hægt er að halda eftir birkiskógum án sumarhúsa, svo við getum séð hvemig þeir
líta út án mannvirkja. Mikil breyting verður að sjálfsögðu einnig við ýmsar aðrar aðstæður
þar sem sumarhús em sett niður og er ábyrgð skipuleggjenda mikil. Þá má ekki gleyma
fjallaskálum en þar þarf að marka ákveðna stefnu og tel ég farsælast fyrir landið að utan
byggðar verði einungis byggð sæluhús sem em ölium opin. Samkvæmt lögum um náttúm-
vemd ber náttúmvemdamefndum að fjalla um staka sumarbústaði en Náttúmvemdarráði um
sumarhúsahverfi og lítur ráðið svo á að þegar svæði er skipulagt fyrir fleiri en tvo bústaði,
eða tveir em komnir og bæta á við hinum þriðja, beri að leita umsagnar ráðsins.
UMGENGNI
Það er öllum ljóst að mörg mál em í ólestri hér á landi, svo sem förgun sorps og skólps. Það
er ekki síður í þéttbýli en dreifbýli. Til að gera úrbætur á þessum málum þarf mikið fé og
spumingin snýst um hvar í forgangsröð þessi mál lenda hjá sveitarfélögum.
Frárennsli
Til viðbótar því frárennsli sem fylgir búskap í sveitum, og ekki hefur verið litið á sem
vemlegan mengunarvald, hefur ffárennsli frá fiskeldisfyrirtækjum á seinni ámm breytt stöðu
mengunarmála til sveita vemlega. Því miður vantar mikið á að rannsóknir séu nægar á þeim
stöðum þar sem frárennsli frá fiskeldi fer í ár og vötn, til þess að meta hvaða breytingar þar
verða og hvort þær em óæskilegar. Eftirlit með því að fyrirtækin starfi samkvæmt starfsleyfi,
og að allur búnaður virki svo sem til er ætlast, er í algjöm lágmarki. Óvissa í þessu máli er